Leiknir mætti HK-mönnum í Kórnum í morgun í 2. vináttuleik vetrarins. Skemmst er frá því að segja að liðin skildu jöfn, 2-2 í nokkuð fjörugum leik.
Maður leiksins var klárlega Danni Finns en hann skoraði flott aukaspyrnumark og átti stoðsendingu á Sævar Atla sem kláraði annað markið. Danni átti svo bylmingsskot í þverslána af talsverðu færi utan teigs. Danni er mættur til að taka skrefið, svo mikið er víst.
Viktor Freyr var milli stanganna í fyrri hálfleik en í þeim seinni stóð Ásgeir Þór Magnússon þar en hann skrifaði undir í gærkvöld eftir 7 ára útlegð á ýmsum tréverkum. Annars róteraði Siggi fullt af ungum leikmönnum inn í leiknum og var hann fínasta skemmtun.
Næsti vináttuleikur er gegn Magnúsi Má og félögum í Aftureldingu næsta laugardagskvöld. Það verður á Leiknisvelli í flóðljósum klukkan 18:00 og strax í kjölfarið verður Jóladjamm inni í hlýjunni! Við mætum á hvoru tveggja auðvitað.
Þess má geta að við mættum í stúkuna með upptökugræjurnar í morgun og munum pósta StúkuStuði von bráðar.
Comments