top of page
Writer's pictureLjón

KB úr leik líka

Í dag hélt bikargleðin áfram í Austurberginu en endaði með sömu niðurstöðu og hjá Leiknismönnum í gær. Meira að segja veðrið skemmdi jafnmikið fyrir og í gær.

 


Undirritaður mætti á sinn fyrsta leik með KB (ever!) og vissi ekki við hverju ætti að búast af lærisveinum Össa þjálfara. Eru þetta útbrenndir eða efnilegir Leiknismenn að spila sér til yndisauka? Eða bæði? Það varð allavega ljóst nokkuð snemma að menn tóku verkefnið alvarlega og sýndu flotta baráttu þó það væri morgunljóst að gestirnir í Ægi voru mikið betra liðið á vellinum allan leikinn.




Það þýðir þó ekki að KB-menn hafi ekki verið nálægt því að byrja safaríkt öskubuskuævintýri því þeir tóku forystuna með einu af örfáum skotum sínum í leiknum þegar um 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.


Ægismenn náðu þó að jafna nokkrum mínútum síðar, verðskuldað en okkar menn sigldu þessu í framlengingu og náðu andanum með smá pásu. Markalaust var í framlengingunni og undirritaður var farinn að búa sig undir Instagram Live útsendingu af vítaspyrnukeppni þegar gestirnir náðu að mjaka boltanum yfir línuna á 118. mínútu. KB-ingar náðu ekki að svara fyrir sig og leikum lauk með 1-2 ósigri. Þar með lauk þáttöku liðanna í 111 RVK í Bikarkeppni þetta sumarið, áður en sást til sólu. Þetta var hins vegar fínasta skemmtun en maður verður bara að hugsa eins og leikmennirnir og segja að nú hefur maður bara færri hluti til að einbeita sér að.

31 views0 comments

Comments


bottom of page