top of page
Writer's pictureLjón

Tap í fyrsta Lengjubikarsleiknum

Updated: Feb 8, 2020

Damir og félagar í Breiðablik mættu grimmir til leiks í Fífunni í opnunarleik og unnu sér líklega inn fyrir einum eða tveimur bjórum í æfingaferðinni sem nýr þjálfari þeirra fer með þá í eftir helgi.


Breiðablik 3-1 Leiknir

Thomas MIkkelsen (v) 23´ og 71´

Gísli Eyjólfs 41´

Vuk Óskar Dimitrijevic 90´



Ágrip af leiknum (12 mínútur)


Það var sterkt byrjunarlið Leiknis sem mætti í Fífuna í kvöld og klárt að ekki var um einhvern æfingaleik að ræða. En uppstillingin vakti spurningar. Vélin var ekki í treyju 6 eins og vanalega heldur 5 og var hann einmitt við hliðina á Bjarka í miðverðinum. Ósvald var svo í hægri bakverði á meðan Birkir Björns tók vinstri bakvörðinn sem Ósvald sinnir yfirleitt. Gyrðir var svo mættur á miðjuna eftir langvin meiðsli í vetur.


Menn voru einbeittir í byrjun og snemma fékk Sólon færi á að skora frá miðju þegar markvörður Blika var í skógarferð. Hann skaut framhjá. Blikar voru ferskir líka og þó það sé fullsnemmt að spá fyrir um gengi í sumar var ljóst að Óskar Hrafn er ekki mættur í Kópavoginn til að "reyna" að vinna loksins titla þar. Þetta lið fær engan afslátt af væntingum frá honum.


Hann kom líka með skemmtilegt sprellikerfi með í farteskinu en þegar okkar menn áttu horn snemma leiks öskraði Þjálfari Ársins 2019 inn á völlinn og meirihluti Blika yfirgaf teiginn og fór fram völlinn, sem skapaði mikin rugling í röðum okkar manna þegar þeir hefðu í raun átt að nýta sér þetta til að skora mark en í staðinn fór hugurinn beint að því hversu auðveldlega þeir væru að fara að skora úr hraðaupphlaupi, sem var ekki svo fjarri lagi. Skemmtilegt að sjá.


Það var svo á 22. mínútu var arfaslakur dómari leiksins plataður til að dæma víti á Bjarka sem hafði einfaldlega mætt og sparkað boltanum út úr teignum með smá snertingu á Blikann sem hafði vogað sér að koma inn í teig með tuðruna.


Blikar skoruðu úr vítinu og litu í raun aldrei til baka. Barátta okkar manna hélt áfram en þegar 2. markið kom svo undir lok fyrri hálfleiks fór mestur vindur úr seglum okkar manna.


Í seinni hálfleik fóru skiptingar að eiga sér stað og menn spiluðu boltanum út úr okkar teig í sífellu án þess að virðast kunnugir staðháttum en þetta eru víst leikirnir til að leyfa sér að prufa þannig fléttur. Sérstaklega þegar maður nær ekki framyfir miðju heilu og hálfu stundarfjórðungana hvort sem er.


Það hefðu getað dottið inn 3-4 mörk gegn okkur í seinni hálfleik en það kom bara 1 og svo náði Vuk að klóra í bakkann eftir að Sævar Atli nýtti sér einbeitingarleysi í öftustu línu heimamanna. Sárbætur fyrir þá þónokkru Leiknismenn sem höfðu kíkt í Fífuna eftir vinnu í þessu leiðindaveðri.


Þeir hefðu eflaust verið færri ef við hefðum vitað að leikurinn væri í beinni á BlikarTV. Þið getið skoðað hann hér fyrir neðan í heild en ágripin að ofan í þessari frétt.

Það verður ýmislegt fyrir Sigga að fara yfir með strákunum eftir þennan leik áður en við mætum Aftureldingu í Egilshöll eftir 3 vikur.



51 views0 comments

Comments


bottom of page