top of page
Writer's pictureljonavarpid

Birkir Björns og Dylan í Þrótt

Þrotinu er lokið í laugardal og Doddi og félagar hefja viðspyrnuna með hjálp nokkurra mætra Leiknismanna.



Þróttur Reykjavík féll loksins úr 1.deild í sumar eftir ströggl í nokkur ár. Svo virðist sem Doddi okkar og félagar sem stjórna félaginu séu hvergi bangnir og hefja nú sókn í átt að betri tímum.


Össi okkar sem þjálfaði annan flokk Leiknis í sumar, er kominn til þeirra í uppeldisstarfið og í dag voru kynntir 3 nýir leikmenn í meistaraflokki. Tveir þeirra sem Leiknisfólk þekkir vel.


Kóngurinn Birkir Björnsson hefur skipt um rendur, í bili að minnsta kosti. Hann ætlar að taka þátt í uppbyggingunni til næstu þriggja ára. Að sjálfsögðu óskum við honum velfarnaðar í þessu verkefni og þökkum honum innilega fyrir þjónustu hans við félagið fram að þessu.



Annað andlit sem við höfum séð áður en aðeins minna af í Breiðholtinu, er Hollendingurinn Dylan Chiazor. Hann var með okkur Leiknismönnum sumarið 2020 en náði ekki að festa sig í sessi fyrir PepsiMax-deildina þrátt fyrir að tjalda öllu til. Kappinn er mættur aftur til landsins og tekur nú slaginn með nýju félagi í Laugardalnum allavega út næsta tímabil. Undirritaður var alltaf þeirrar skoðunar að við áttum eftir að sjá hans besta andlit í Leikni og vonandi sýnir hann það með hinum Leiknismönnunum í baráttunni í 2.deild.


Eigum við ekki bara að draga andann djúpt og segja #Lifi?




28 views0 comments

Comments


bottom of page