top of page
Writer's pictureLjón

Hver er: Eyjólfur Tómasson

Boom boom boom! EYJÓ! Fyrirliði, leikmaður númer 1 og veggurinn milli stanganna hjá stolti Breiðholts. Hann er 111 í húð og hár (þegar hann er með hár) og hér fáum við að kynnast honum aðeins betur.

 

 

Hver er Eyjólfur Tómasson:

Nafn: Eyjólfur Tómasson

Gælunafn: Eyjó, stundum Jolli, stundum Jolli Túrbó.

Aldur: Þrítugur

Hjúskaparstaða: Giftur (með 2 börn)

Staða á velli: Mark

Fyrsti leikur með meistaraflokki: 2008 á móti Þór Akureyri held ég.

Hvernig skóm spilaru í: Mercurial Nike

Hver var hetjan þín á yngri árum: Oliver Kahn

Hvaða lið studdirðu í æsku: Leikni

Hvaða lið myndirðu aldrei spila fyrir: ÍR, basic!

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég veit það ekki.

Besti þjálfari sem hefur þjálfað þig: Tökum bara Freysa og Davíð. Þeir tóku þetta saman.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Helgi Sigurðsson. En ég meina það samt á góðan hátt.

Sætasti sigurinn: Þróttur heima þegar við tryggðum okkur upp.

Mestu vonbrigðin: Að falla.



Fylgistu með einhverjum öðrum íþróttum: NFL, ég held með Steelers. Við höfum verið hressari.

Hver er mesti grínistinn í búningsklefanum: Kristján Páll Jónsson, ég ætla að gefa honum þennan titil.

Hver er hlédrægastur í klefanum: Danni Finns.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sólon Breki. Hann tekur þennan. Held sé samt á föstu.


Messi eða Ronaldo: Messi.

Hver er bestur frá upphafi: Messi.

Hvaða liði heldurðu með í enska: Liverpool

Hvaða þrjá leikmenn tækirðu með þér á eyðieyju: Skrítin spurning. Ég myndi ekki taka neinn leikmann með mér á eyðieyju en nefni 3 góða. Messi, Busquets og Salah.

Hvað væri þitt fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Mitt fyrsta verk væri að láta rústa Laugardalsvelli og byggja uppá nýtt.



Uppáhaldsmatsölustaðurinn þinn: Djöfull er ég leiðinlegur maður. Mér datt í hug Domino´s. Ég var að borða þar í gær. Eina sem kemur í hugann.

Hvernig bíl áttu: Mitsubishi Outlander, 2004 módel. Eyðir 16 lítrúm á 100.

Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Game of Thrones.

Uppáhaldstónlistarmaður eða hljómsveit: Mastodon síðustu ár.

Uppáhalds samfélagsmiðlapersónan þín til að fylgja: Eru ekki allir leiðinlegir bara?

Fyndnasti Íslendingurinn: Andri Freyr Viðarsson. Ég ætla ekki að segja neitt meira.

Hvað seturðu í bragðarefinn þinn: Ég hef ekki fengið mér bragðaref í mörg ár þannig að...ekki neitt!


Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi: Bara heima.

Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin áður en þú ferð að sofa: Ég skoða símann, set á eitthvað semi-leiðinlegt podcast og þá sofna ég fljótt.

Í hverju varstu lélegur í skóla: Dönsku og spænsku.

Uppáhalds-júróvisjonlag frá upphafi: Ég ætla bara að segja Hatrið mun Sigra. Ég er þar. Ég er þeim megin í lífinu. Ég kýs aldrei en ég kaus þetta lag...tvisvar. Alveg seldur sko.

Vandræðalegasta augnablikið: Ætla ekki að segja frá því.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ekki svona áhugaverður. Ég vakna fyrir 6:00 á morgnanna. Humble brag. Til að mæta í vinnu.



132 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page