top of page
Writer's pictureLjón

Hver er Bjarki Arnaldar?

Í Ljónadagatali þessa árs er þessi spurning líklega sú líklegasta til að vera spurð í einlægni. Hver er þessi Bjarki sem er ekki Aðal? Það fór nefnilega lítið fyrir því að þessi markvörður 2. flokks skrifaði undir samning við félagið í sumar og því ljóst að þar fer nokkuð efni.


Nafn: Bjarki Arnaldarson

Gælunafn: Alltaf bara kallaður Bjarki

Afmælisdagur/Aldur: 27. apríl 2003, 17 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Staða á velli: Keeper


Fyrsti leikur með meistaraflokki: Spilaði leik með Álftanesi fyrir ári síðan

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator

Hver var hetjan þín á yngri árum? Petr Cech og Didier Drogba

Hvaða lið studdir þú í æsku: Chelsea og Barca

Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Tottenham


Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Anton Logi Lúðvíksson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið með marga góða þjálfara og markmannsþjálfara. Bestu markmannsþjálfararnir verða að vera Fjalar Þorgeirsson, Þorleifur Óskarsson og auðvitað Valur Gunnarsson. Og bestu þjálfararnir Leon Pétursson, Halldór Ragnar Emilsson og auðvitað Siggi Höskuldsson og Hlynur Helgi Arngrímsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Vuk alltaf óþolandi á æfingum. Ef hann skorar hættir hann ekki að tala um það næstu vikurnar

Sætasti sigurinn: Undanúrslitarleikurinn á Gothia cup árið 2018 með Stjörnunni. Mættum galið góðri akademíu frá Indonesíu þar sem við skoruðum sigurmarkið á loka mínútu leiksins. Lágum í vörn allan tímann og komust ekki neitt en náðum á eitthvern ótrúlegan hátt að vinna 3-2

Mestu vonbrigðin: Að fá ekki að spila undanúrslitarleikinn í bikar þar sem við áttum að mæta Stjörnunni og keppa á móti öllum félögunum á mínum gamla heimavelli

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: ja fylgist svona aðeins með NBA



Messi eða Ronaldo?: Messi

Benz eða BMW?: Benz

Pepsi eða Coke?: Coke

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Didier Drogba og Messi

Hvaða lið í enska?: Chelsea

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Bjarka Þór, Andi og Skela. Yrði vel steikt ferð.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Stækka Laugardalsvöllinn


Uppáhalds matsölustaður: KFC, Subway og Serrano klikka seint

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhaldsbíómynd: Síðasta Harry Potter myndinn er góð

Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Polo G er uppáhalds í augnarblikinu

Uppáhalds social media follow: Ljónavarpið á Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: búinn að sjá 2 uppistönd hjá Ara Eldjárn á síðustu vikum. Hann er fyndinn



Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hockey pulver, kökudeig og oreo

Uppáhalds staður á Íslandi: bara góðar minningar frá Vestmannaeyjum

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku og síðan smá tiktok

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: hata líffræði, var aldrei góður í dönsku heldur

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Allez Ola Ole, lagið frá Frökkum árið 2010

Vandræðalegasta augnablik: Datt í diskalyftu á skíðum í skíðaferðlagi með skólanum en ákvað að halda mér í diskinn sem dróg mig upp. Síðan var einn stjórnandi fyrir aftan mig sem tók þetta allt upp. Videoið dreifðist til félaga minna og þeir höfðu gaman af því að hlæja af mér

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er solid í skák


95 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page