top of page
Writer's pictureLjón

Hver er Róbert Quental Árnason

Ungstirni sem hækkar blóðþrýsting andstæðingsins umtalsvert með boltann við fæturna. Hér kynnumst við 15 ára dreng sem er þegar farinn að vekja athygli liða erlendis.

Nafn: Róbert Quental Árnason

Gælunafn: Robbi, róló, quental og quenti

Afmælisdagur/Aldur: 23 maí 2005 / 15 ára

Hjúskaparstaða: lausu


Staða á velli: kantur og cam (sóknarmiðjumaður)

Fyrsti leikur með meistaraflokki: 2019 á móti ÍR

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike mercurial

Hver var hetjan þín á yngri árum? bróðir minn og pabbi

Hvaða lið studdir þú í æsku: Manchester united besta lið á englandi

Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Myndi aldrei spila fyrir Þrótt


Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Örugglega Sead Haksabanovic á æfingu

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dragi pavlov , hlynur , siggi og leon

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Andi hoti hann finnur alltaf leið til að meiða mig en auðvitað ekki viljandi vona ég.

Sætasti sigurinn: Valur úti í bikarnum þegar griz skoraði á 92 mínútu og leikurinn endaði 2-3

Mestu vonbrigðin: að falla með 2 flokk og fá ekki að spila í undanúrslitum í bikarnum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: íslenskum handbolta og íslenskum körfubolta playoffs


Messi eða Ronaldo?: Ronaldo alla leið

Benz eða BMW?: Benz

Pepsi eða Coke?: hvorugt drekk ekki gos


Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro

Hvaða lið í enska?: Manchester united

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Shkelzen fyrir comedy Vuk fyrir meira comedy Marko fyrir enn meira comedy og ég myndi þurfa að taka Danny og Robba Mbah þvi þeir eru svo steiktir saman.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ég myndi örugglega setja playoffs í neðri deildirnar


Uppáhalds matsölustaður: burger king fyrir bestu hamborgara í heimi

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: næturvaktin og dagvaktin fáránlega fyndnir

Uppáhaldsbíómynd: Battleship og allar Harry Potter

Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Aron Can er í miklu uppáhaldi

Uppáhalds social media follow: ekkert uppáhalds en ef eg væri með væri það instagramið hjá ronaldo

Fyndnasti Íslendingurinn: Sigurður bogi Marteinsson sá allra fyndnasti

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: blá ber , hindber og jarðaber stundum lika mangó

Uppáhalds staður á Íslandi: Leiknisvöllur



Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: stilla á vekjaraklukku

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: stærðfræði og íslensku

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: í síðasta skipti með frikka dór sem komst reyndar ekki en átti að komast

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var í pressu liðinu á Shellmotinu í eyjum og við stóðum á vellinum og það var pakkað í baðar stúkunnar og vallarþulurinn kallaði hverjir eru bestir og ég öskraði ÍR og þá sagði strákurinn við hliðina á mér "þú áttir ekki að öskra bara fólkið í stúkunni" og eftir það hefur það verið vandræðalegasta sem ég hef lent í hingað til.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er besti fifa spilari í leikni

234 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page