top of page
Writer's pictureLjón

Hver er: Birkir Björnsson

Örfættur drengur, ekki of gamall, ekki of ungur en alltaf til í tuskið! Það er m.a. Birkir Björnsson. En kynnumst honum hér aðeins betur eftir skemmtilegt spjall í Ljónavarpinu fyrr í vikunni.


Nafn: Birkir Björnsson

Gælunafn: BB, BB King, Bismarck(?), Bibbi kön, Börkur og fleiri álíka gáfuleg.

Afmælisdagur/Aldur: 24. september 1993

Hjúskaparstaða: Á föstu

Staða á velli: Miðjumaður og vinstri bakvörður

Fyrsti leikur með meistaraflokki: 2010 í bikarnum gegn sterku liði Kjalnesinga. Í deild var það 2012 á móti Víkingum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Hef haldið mig í Adidas meira og minna upp á síðkastið. Annars þurfa þeir bara að vera þægilegir óháð nafninu.

Hver var hetjan þín á yngri árum? Thierry Henry.

Hvaða lið studdir þú í æsku: Leikni og Arsenal og geri enn

Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Loka engum dyrum en sé ekki fyrir mér að ég sé að fara að flytja út á land úr þessu.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Í yngri flokkunum var það líklega Björn Bergmann en í meistaraflokki gef ég Patrick Pedersen þetta.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Koma nú ekki margir til greina þar sem Doddi sá aðallega um þetta og fær hann heiðurinn.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon er/var óþolandi góður alltaf.

Sætasti sigurinn: Að vinna KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins 2013 fyrir framan fulla Egilshöll var dásamleg tilfinning.

Mestu vonbrigðin: Öll meiðslin.


Æskuhetjan og liðið í enska-Gunners

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já. Karfan hérna heima er í miklu uppáhaldi, þá sérstaklega úrslitakeppnin. Heimsmeistaramótið í pílukasti er frábært sjónvarp og NFL sunnudagar eru huggulegir.

Messi eða Ronaldo?: Messi

Benz eða BMW?: Eins og góður maður sagði: Veistu hvað BMW stendur fyrir afturá bak? -Wannabe Mercedes Benz. Svo grenjaði hann úr hlátri. Ég treysti honum fyrir þessu og vel Benz.

Pepsi eða Coke?: Pepsi Cola <3

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi hlýtur að vera.

Hvaða lið í enska?: Arsenal


Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Leitt að Eyjólfur sé hættur. Þúsundþjalasmiður sem gæti líklega komið okkur úr prísundinni. Hörður Brynjar leikmaður KB er fyrstur á blað. Lausnamiðaður skemmtikraftur sem borðar ekki kjöt. Algjört gæðablóð og nautnaseggur. Sævar Atli er næstur á blað. Seigur í öllu og snöggur að aðlagast erfiðum aðstæðum. Með eindæmum jákvæður og duglegur. Góð viðbót í hópinn. Málari vikunnar hjá Dr. Football Árni Elvar fær að vera með því hann er alltaf með hátalara með sér og er framúrskarandi plötusnúður. Heldur partýinu gangandi öll kvöld.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ég væri til í að innleiða nýja reglu um að einu sinni í hverjum leik mætti hvort lið snerta boltann einu sinni með hendi án þess að fá dæmda á sig aukaspyrnu eða víti. Væri gaman að sjá hvernig það mundi koma út. Þessi regla mundi líka gilda um hendi sem væri framkvæmd óvart. Þannig að fyrsta hendi í leik væri frí. Það gæti verið til að bjarga marki, skora mark eða bara upp á stemninguna.


GusGus eru meðal uppáhaldstónlistarmanna

Uppáhalds matsölustaður: Ég fer líklega oftast á Wok on. Auglýsingarnar þeirra eru bara svo skemmtilegar og fyndnar

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Dark eru yfirburða þættir, mæli hiklaust með þeim. Rick and Morty, Seinfeld og the Inbetweeners eru einnig mjög skemmtilegir.

Uppáhaldsbíómynd: Interstellar og Dark Knight deila efsta sætinu

Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Er í íslensku deildinni. Gus Gus, Blaz Roca og Bubbi svo dæmi séu tekin.

Uppáhalds social media follow: Fagpennslar á Instagram eru æði.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pabbi á gamlárskvöld

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Er meira í Ben and Jerry’s. En þegar sá gallinn er á mér að ég fæ mér bragðaref fæ ég mér súkkulaði ís, smarties, kökudeig og svo meira smarties

Uppáhalds staður á Íslandi: Herjólfsdalur fyrstu helgina í ágúst með bestu mínum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Segi „góða nótt“

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Skrift. Lítið lagast síðan í 5.bekk ef út í það er farið.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Save your kisses for me - UK, 1976

Vandræðalegasta augnablik: Fyrsta daginn minn í Kvennó voru bekkirnir lesnir. Að venju voru það busabekkirnir sem voru fyrstir lesnir upp og eins og gefur að skilja var ég ofarlega í stafrófsröðinni. Ég heyri nafnið mitt lesið upp, fjórða eða fimmta á listanum. Ég stend upp úr stólnum og skottast upp á svið þar sem aðstoðarskólastjórinn las upp nöfninn. Þar stóð ég í góðar 8 sekúndur og furðaði mig á því hvar bekkjarfélagar mínir væru. Þegar ekkert bólaði á þeim áttaði ég mig á því að maður átti auðvitað að fara aftast í salinn og fylgja kennaranum upp í stofu. Ég eld roðnaði, horfði yfir salinn, skammaðist mín og labbaði svo framhjá öllum salnum til að hitta nýju bekkjarsystkini mín.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei spilað fleiri en 12 deildarleiki fyrir sama liðið á einu sumri.

114 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page