Hver er: Ingólfur Sigurðsson
- Ljón
- Apr 13, 2019
- 2 min read
Nýji miðjumaðurinn okkar settist niður með okkur Ljónavarpsmönnum í langt viðtal í þriðja þætti hlaðvarpsins og í framhaldinu svaraði hann nokkrum hraðaspurningum frá okkur. Hér kynnumst við Ingó aðeins betur.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA eða lestu hér fyrir neðan

Nafn: Ingólfur Sigurðsson
Gælunafn: Ingó
Afmælisdagur/Aldur: 26 ára
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Staða á velli: Miðjumaður
Fyrsti leikur með meistaraflokki: 2009 á móti Leikni í Deildabikarnum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas
Hver var hetjan þín á yngri árum? Michael Owen
Hvaða lið studdir þú í æsku: Liverpool
Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir?: Ég hef spilað fyrir þau svo mörg að ég hef lært að segja "aldrei segja aldrei".

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Christian Eriksen
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en sennilega er það einhver af þeim sem þjálfuðu mig í Hollandi, hjá Heerenveen.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sem kemur í hugann.
Sætasti sigurinn: Allir sigrar eru yndislegir.
Mestu vonbrigðin: Árin 2016 og 2017
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Með öðru auganu en ég er samt mest alger fótboltafíkill
Hver er mesti grínarinn í búningsklefanum: Gyrðir Hrafn, en hann veit ekki af því.
Hver er hlédrægastur í hópnum/búningsklefanum?: Ekki Sólon.
Hver er mesti höstlerinn í Leikni: Bjarki
Messi eða Ronaldo?: Messi
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hvaða lið í enska?: Liverpool
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi bara fara einn. Ég myndi ekki gera neinum það að taka hann með.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Kaupa mér góð jakkaföt
Uppáhalds matsölustaður: Ég er mikið á Local þessa dagana. Maður verður að fara vel með musterið.
Hvernig bíl áttu: Ég á engan bíl. #GrárDagur
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég er allavega spenntur fyrir Game of Thrones
Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Högni Egilsson og GusGus
Uppáhalds social media follow: Enginn, eiginlega.

Fyndnasti Íslendingurinn: Bergur Ebbi fær mig svoldið til að hlæja þessa dagana. Annars fær Ósi (Ósvald Jarl-liðsfélagi) mig nokkuð til að hlæja líka. Hann og Gyrðir fá mig til að hlæja.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég borða ekki ís og ekki nammi heldur.
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mér eða í endorfínvímu á fótboltavelli...semsagt í leik.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ég tefli í símanum mínum. Ég held ég sé kominn í einhver 1400 stig.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var góður í öllu
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Vá þau eru svo mörg. This is my life var náttúrulega snilld svo er Hatrið Mun Sigra mikið stemningslag.
Vandræðalegasta augnablik: Mér finnst ekkert vandræðalegt. Það er ekkert sérstakt allavega.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er jafnhentur.
댓글