top of page
Writer's pictureLjón

Hver er: Viktor Freyr

Tvítugur markvörður sem að miklum líkindum endar með því að taka upp hanskana fyrir Eyjó okkar í sumar. Hann er nýskriðinn uppúr 2.flokki og við krossleggum fingur fyrir næstu 10 árin.



Nafn: Viktor Freyr Sigurðsson

Gælunafn: Freyzi

Afmælisdagur/Aldur: 19 ára

Hæð: 191 (á nokkra inni)

Hjúskaparstaða: Fastastur


Staða á velli: Markmaður

Fyrsti leikur með meistaraflokki: 2017

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Hver var hetjan þín á yngri árum? Edwin van der Sar

Hvaða lið studdir þú í æsku: Manchester United


Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Vuk Oskar í skotkeppninni okkar

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þórður Georg Einarsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Einhver stráksskratti sem var í 3.flokk í stjörnunni

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Breiðablik í 3.flokk 3-2

Mestu vonbrigðin: Öll meiðslin mín eru vonbrigði

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Allar íþróttir ef það er eitthvað stórt í gangi


Æskuhetjan var der sar

Messi eða Ronaldo?: Messi

Benz eða BMW?: Benz

Pepsi eða Coke?: Hlutlaus

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hvaða lið í enska?: Manchester United

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Mæta með jarðýtur uppí Laugardal

Uppáhalds matsölustaður: Mjólkursamsalan

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Uppáhaldsbíómynd: Prisoners

Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Travis Scott


Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Piparfylltan lakkrís, karmelludýfu og hindber

Uppáhalds staður á Íslandi: Borgarfjörðurinn

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bomba einhverju þvælu leiðinlegu podcasti í gang

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Allez Ola Ole, France 2010. Ekkert eðlilega gott

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég kann á blokkflautu


92 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page