Risaleikmaður síðustu ára hjá Breiðholtsstórveldinu. Kynnumst Ósa okkar aðeins betur hér í dag.
Nafn: Ósvald Jarl Traustason
Gælunafn: Ósi
Afmælisdagur/Aldur: 22. október, 25 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi með Dagbjörtu Dögg
Staða á velli: Vinstri bakvörður
Fyrsti leikur með meistaraflokki: Líklegast var það árið 2011 með Breiðablik, einhver æfingaleikur
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor
Hver var hetjan þín á yngri árum? Cesc Fabregas
Hvaða lið studdir þú í æsku: Arsenal
Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? JR
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Anthony Martial eða Leon Goretzka. Pierre Emile Höjbjerg var líka fínn...
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir hverjir frábærir. Gunnar Guðmunds, Freysi og Davíð, Kristó Sigurgeirs, Vigfús Arnar, Stebbi Gísla og svo auðvitað Siggi Höskulds og Hlynur. Þetta eru þeir þjálfarar sem hafa mótað mig hvað mest sem meistaraflokksleikmann.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ætla ekki að gera honum það til geðs að minnast á hann hér.
Sætasti sigurinn: Verða Norðurlandameistari með U17 ára landsliði Íslands.
Mestu vonbrigðin: Hvað ég hef verið mikið meiddur undanfarin ár.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta og golfi.
Messi eða Ronaldo?: Ronaldo
Benz eða BMW?: Benz
Pepsi eða Coke?: Coke
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hvaða lið í enska?: Arsenal
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Bjarka Aðalsteins, Erni Bjarna og Sævar Atla.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Það er svo margt sem þarf að laga/bæta. Gæti skrifað heila ritgerð um það...
Uppáhalds matsölustaður: Chutney Mary í London
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Einhver lögguþátturinn. Er alæta á svoleiðis sjónvarpsþætti
Uppáhaldsbíómynd: Úff. Engin sem sker sig úr.
Uppáhalds tónlistarmaður eða hljómsveit: Tupac
Uppáhalds social media follow: Auðunn Blöndal
Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist og tvöfalt kökudeig
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mér
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kíkja á Twitter
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Eins leiðinlegt og það hljómar þá var ég heilt yfir nokkuð góður í öllu.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Eitt lag enn með Stjórninni
Vandræðalegasta augnablik: Dettur ekkert bitastætt í hug.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Get blakað eyrunum.
Comments