15 ára pjakkur sem ólst upp að hluta til í faðmi óvina okkar í 109 en er nú helsáttur og samningsbundinn stórveldinu í 111 út árið 2023, Róbert Quental er meðal mesta spennandi unglinga sem fyrirfinnast hjá félaginu.
Róbert spilar uppfyrir sig með 2. flokki og hefur jafnvel fengið að verma tréverkið þrátt fyrir ungan aldur hjá meistaraflokki, ef okkur skjátlast ekki. Ef það er einhver með þennan "it" faktor hjá félaginu sem Vuk fer nú með með sér í Hafnarfjörðinn, þá getur vel verið að þessi drengur búi yfir honum. Hann er teknískur og skemmtilegur með boltann en það er auðvitað allt, allt of snemmt að segja að hann verði lykilmaður hjá meistaraflokki á þessu stigi.
Róbert hefur farið til Auxerre í Frakklandi til æfinga og í síðasta mánuði fór hann að sprikla fyrir Norrköpping í Svíþjóð þar sem önnur vonarstjarna íslenskrar knattspyrnu er nú að gera garðinn frægan. Hann stóð sig vel þar og heldur vonandi áfram að vaxa og dafna á Domusnovavellinum áður en hann sigrar heiminn.
留言