Annar lítill moli á 2. degi desembermánaðar. Shkeli finnst yfirleitt í Leiknishúsi að drekka í sig fróðleik um fallegu íþróttina og yfirleitt með bolta við lappirnar. Útskrifaðist úr Fellaskóla í vor og inn í meistaraflokk í sumar þó að 2. flokkur njóti að sjálfsögðu krafta hans að mestu enn um sinn.
Allt ofangreint minnir um margt á núverandi fyrirliða meistaraflokks og það væri ekki leiðinlegt að sjá þennan dreng útskrifast sem alger lykilmaður um það leyti sem má búast við að hann útskrifist úr framhaldsskóla. Shkelzen er sprækur miðjumaður og framsækinn með framtíðina fyrir sér og kom við sögu í 4 deilarleikjum auk bikarafhroðsins á Akureyri. Shkeli var svo boðaður á landsliðsæfingar í sínum aldursflokki á þessu ári og ljóst að ef pjakkurinn heldur rétt á spilunum að þá verður hann viðriðinn slíka umræðu um langa framtíð. Okkar maður!
Comments