Þessi kom sá og sigraði árið 2020. Steig endanlega uppúr 2. flokki og með miklar væntingar á bakinu kom hann öflugur inn með eitraðan vinstri fót.
Danni spilaði í jafnmörgum leikjum sumarið 2019 og árið 2020 fyrir meistaraflokk en mikið fleiri í byrjunarliðinu þetta árið. Djúsflugan setti sinn svip á leik liðsins í ár með 6 mörkum en líka með sóðalega sexý sendingum. Það sést langar leiðir að drengurinn býr yfir gæðum sem eiga heima í efstu deild og munu nýtast okkar liði við að opna varnir á næsta stigi íslenskrar knattspyrnu.
Danni meiddist undir lok tímabilsins og blessunarlega var mannskapurinn klár í þann slag án hans en það fer ekkert á milli mála að hæfileikarnir sem í honum búa, slá öllum öðrum á miðjunni við, sérstaklega eftir að Vuk hefur yfirgefið svæðið.
Mestu framfarir 2020. Annað framfaraskref að ári?
Okkar maður!
Comments