top of page
Writer's pictureLjón

Ljónadagatal 13.des: Sævar Atli Magnússon

Leikmaður ársins 2020, okkar fyrirliði, markahæstur, hjarta félagsins og nú miðja Ljónadagatalsins! Maðurinn sem allt snýst um og á leið í Pepsi-Max ævintýri sem alger, óumdeild stjarna liðsins.


Það er sunnudagur, 3. í aðventu. Sumir sækja kirkju en ef fram heldur sem horfir hjá Gulldrengnum eru bara nokkuð góðar líkur á því að eftir svona 10 ár muni fólk í Fella- og Hólakirkju biðja til Sævars en ekki Guðs. Engin pressa!


Stráksi er búinn að vera 1 ár með fyrirliðabandið og það verður ekki tekið af Sigga og co. að ákvörðunin var mikið gæfuspor. Maður hefði getað haldið að ákvörðunin hafi verið ákveðin uppgjöf. Að uppbyggingarfasi væri framundan og 19 ára pjakkur fengi bara að sprikla þangað til hann og hinir í hópnum væru klárir í að gera alvöru athlögu að efstu deild. Rangt!

El Sjerífó var allan tímann tilbúinn og hefur enga þolinmæði fyrir uppbyggingu. Þetta er og verður hans félag og framundan er risavaxið verkefni fyrir hann og félagana. Að festa Leikni Reykjavík í sessi sem lið í efstu deild.


Hér er smá veisla af nokkrum þeirra marka sem SAM skoraði í sumar.



Okkar maður!


76 views0 comments

Comments


bottom of page