Ljónadagatal 6.des: Sebastian Daniel
- Ljón
- Dec 6, 2020
- 1 min read
Öflugur hægri bakvörður 2.flokks sem gengur nú upp í meistaraflokk á nýju ári enda fyllir hann 20 árin í byrjun 2021.

Sebastian þekkja flestir sem umgangast Leiknisheimilið reglulega. Glaður og skemmtilegur drengur sem stendur alltaf fyrir sínu í 2. flokki. Það var gaman að fylgjast með honum upp og niður hægri kantinn í sumar og vonandi fær hann næg tækifæri til að láta til sín taka með meistaraflokki á nýju ári þó að þessi staða sé að verða nokkuð vel mönnuð um þessar mundir.
Eitthvað segir manni að hvað sem verður, þá verður þessi drengur tiltækur í slaginn á öllum vígstöðvum með uppeldisfélaginu sínu um ókomna tíð.
Okkar maður!
Comentários