Ljónadagatal 7.des: Ósvald Jarl Traustason
- Ljón
- Dec 7, 2020
- 1 min read
Eins og kom í ljós um helgina, þá er þessi snillingur kominn með nýjan 3 ára samning við stórveldið okkar og því ber að fagna vel og vandlega. Af hverju? Því hann kemur pottþétt glorhungraður í glorý árið 2021 enda var hann, vegna þrálátra meiðsla, takmarkaður við 6 leiki í sumar.

Siggi lítur því örugglega á það sem svo að hann sé nánast að fá nýjan leikmann í hópinn sem enginn efast um að geti látið til sín taka í deild þeirra bestu.
Í tilefni dagsins hefur Ósi líka heiðrað okkur með því að loksins svara stóru spurningunni. Sem er Hver er Ósi?
Okkar maður!
Comentários