top of page
Writer's pictureHalldór Marteinsson

Pælingar eftir fyrstu umferð í Inkasso

Þegar öllum leikjum er lokið í fyrstu umferð Inkassodeildarinnar 2019 er staðan svona líka hugguleg fyrir okkar lið:

Auðvitað tökum við með í reikninginn að það er aðeins 4,5% búið af mótinu og fyrsti leikurinn var sá sem ætti að vera auðveldastur á blaði, heimaleikurinn gegn liðinu sem er spáð botnsæti. En samt! Er á meðan er og um að gera að njóta þess að verma toppsætið. Vonandi líka að strákarnir noti jákvæðu hlutina úr þessum fyrsta leik til að byggja á fyrir næstu leiki.


Það voru þó fimm aðrir leikir spilaðir í þessari fyrstu umferð. Í fljótu bragði vekur athygli að engum þeirra lauk með jafntefli. Úrslit leikja í fyrstu umferð var á þessa leið:

  • Leiknir R 4:1 Magni (eins og má lesa nánar um hér)

  • Þór 3:1 Afturelding

  • Þróttur R 2:3 Njarðvík

  • Keflavík 2:1 Fram

  • Víkingur Ó. 2:0 Grótta

  • Fjölnir 2:1 Haukar

Miðað við spána hjá Fótbolta.net fóru allir leikirnir eftir bókinni fyrir utan það að Njarðvíkingar skelltu Þrótturum. Sá leikur var heldur betur fjörugur þar sem Njarðvík komst yfir, Þróttur sneri því við í 2-1 áður en Njarðvíkingar skoruðu 2 mörk á jafnmörgum mínútum og tryggðu sér sigur.

 

Ein af pælingunum í upphitunarþætti Ljónavarpsins var hvort leikmannahópur Leiknis væri sérstaklega ungur í samanburði við leikmannahópa annarra liða í deildinni.


Samanburðurinn á meðalaldri leikmanna í byrjunarliði, á varamannabekk og samtals í hóp í leikjunum í fyrstu umferð er svona (tölfræði fengin af þeirri góðu vefsíðu Úrslit.net):


Leiknir - Magni

Byrjunarlið: 23,8 - 24,1

Varamenn: 21,9 - 22,4

Hópur: 23,1 - 23,4


Þór - Afturelding

Byrjunarlið: 24,9 - 24,3

Varamenn: 24,9 - 20,4

Hópur: 24,9 - 23,1


Þróttur - Njarðvík

Byrjunarlið: 24,1 - 25

Varamenn: 22,7 - 19,7

Hópur: 23,6 - 22,9


Keflavík - Fram

Byrjunarlið: 21,1 - 22,9

Varamenn: 19 - 21,7

Hópur: 20,3 - 22,5


Víkingur Ó - Grótta

Byrjunarlið: 24,5 - 21,3

Varamenn: 20,9 - 20,4

Hópur: 23,1 - 20,9


Fjölnir - Haukar

Byrjunarlið: 24,1 - 24,1

Varamenn: 19,7 - 20,7

Hópur: 22,4 - 22,8


Það er áhugavert að skoða þessar tölur. Miðað við fyrstu umferðina þá eru ekki mörg lið með yngra byrjunarlið en Leiknir. Keflavík er með yngsta byrjunarliðið, þá guttarnir í Gróttu og svo Fram áður en okkar lið kemur inn sem það fjórða yngsta.


8 lið voru hins vegar með yngri varamannabekk en Leiknir í fyrstu umferðinni. Aðeins Þór, Þróttur og Magni voru með hærri meðalaldur á bekknum.


Þegar allur hópurinn á leikdegi er talinn með var Leiknir í hópi elstu liðanna. Þór var með elsta hópinn, Þróttur kom þar á eftir, síðan Magni og á eftir þeim komu Leiknir, Afturelding og Víkingur Ó, öll með meðalaldur upp á 23,1 ár. Langyngstu hóparnir eru Keflavík (20,3 ár) og Grótta (20,9).


En þetta er aðeins til gamans gert. Þegar úrslitin eru skoðuð í fyrstu umferðinni þá sést að meðalaldurinn er ekki að hafa teljandi úrslitaáhrif í þeim leikjum. Af sex leikjum þá unnu yngri byrjunarlið 2 leiki, eldri byrjunarlið 3 leiki og í einum leik voru byrjunarliðin með sama meðalaldur. Í 4 leikjum vann yngri hópur en eldri hópur vann í 2 leikjum.

 

Næsti mótherji okkar í deildinni verður Afturelding. Þeir byrjuðu á erfiðri ferð norður þar sem þeir töpuðu gegn sterku Þórsliði, sem spáð er að verði í baráttu um sigur í deildinni. Nýliðarnir frá Mosfellsbæ verða þó sýnd veiði en ekki gefin á eigin heimavelli næsta föstudagskvöld. Heyrst hefur að þar verði partýstemning og fögnuður þegar ný stúka verður tekin í notkun, jafnvel að því verði fagnað með veglegri upphitun vel fyrir leik þar sem Leiknisljónum verður boðið að mæta. En meira um það síðar.


Áfram Leiknir!

151 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page