top of page
Writer's pictureLjón

Pre-season Kraftröðunin

Nú styttist óðum í Bestu deildina og því er við hæfi að hlaða í eitt stykki kraftröðun á hópnum. Leiknisljónin sem best hafa fylgst með í vetur tóku þátt í kosningunni og hér er afraksturinn. Ef þú vilt taka þátt í kraftröðuninni í sumar, skjóttu á okkur skilaboðum og við bætum þér í hópinn.


1. Daníel Finns Matthíasson Djúsflugan hefur verið á eldi í vetur og farið létt með undirbúningstímabilið að því er virðist. Það hefur skapað mikla eftirvæntingu eftir því að sjá hann í sama formi inn í Bestu deildinni. Með eitraðan vinstri fót og auga fyrir geggjuðum sendingum eru Ljónin spennt að sjá Danna taka þetta skref upp í að verða alger lykilmaður í liðinu í sumar. Með liðsauka efst á vellinum má búast við því að Danni fái að njóta sín aðeins betur án þess að þurfa að "leysa" stöður eins og varð hlutskipti margra miðjumanna í fyrra. Daníel er í þessum töluðu orðum með Sævari Atla og félögum í U-21 landsliðinu í 3ja leikja undankeppni fyrir EM. Það er í fyrsta sinn sem hann er í lokahópnum en varla það síðasta miðað við hvernig hann kemur undan vetri. Þess má geta að Danni fékk öll atkvæði Leiknisljóna fyrir 1. sætið að þessu sinni.


2. Róbert Hauksson

Þessi ungi Þróttari hefur vakið verðskuldaða athygli í vetur og sérstaklega nú í síðasta æfingaleiknum gegn KV. Efnilegur sóknarmaður sem minnir um margt á Sólon þegar hann kom fyrst til félagsins. Semsagt sókarmaður sem byrjar strax að skora og virðist vera ákafur að koma sér í ákjósanleg færi og pressar vel á vörnina þegar hún hefur boltann. Drengurinn er líka með fyrsta flokks GameFace. Ef hann tekur ákafann og markheppnina með sér inn í tímabilið gætum við verið að tala um instant hetju í herbúðum Leiknis til næsta áratugar. Nema hann ofhitni auðvitað og fari í mennskuna.


3. Emil Berger Svíinn okkar átti geggjað tímabil í fyrra og hefur haldið áfram að sýna gæði sín í vetur. Sendingargeta hans er úr efstu hillu og yfirvegunin hlýtur að hafa róandi áhrif á alla í kring um hann. Jafnvægið í spili liðsins kemur frá honum. Það er líklega ekki ofsögum sagt að hann er "vatnsberi" í stíl við N´golo Kante fyrir Leiknisliðið. Ef Berger er í sama formi í ár og í fyrra, þarf ekki að hafa neinar áhyggjur þó aðrir leikmenn séu ekki eins stabílir milli leikja.


4. Mikkel Dahl

Mesti markakóngur í sögu færeysku deildarinnar er mættur í Breiðholtið. Mikki Refur byrjaði strax að skora og hefur komist á blað reglulega í vetur. Það hefur svosem ekki komið mikið á óvart og útskýrir það væntanlega af hverju hann er ekki með sæti Róberts á þessum lista. Hann er að standa undir væntingum og heldur því vonandi áfram. Reyndar hefur Mikkel verið að koma sér í töluvert fleiri færi en hann hefur nýtt og hefði því getað verið búinn að keyra væntingar langt framúr þeim stað sem þær eru á núna. Það er klárt að kappinn er nýja nían okkar og virðist augljóst að hann á alltaf eftir að ná yfir 10 marka múrinn. Það er bara spurning hvort við séum með nýjan ofur-Dana á höndum okkar sem fer yfir 15-20 mörkin. Við myndum ekki slá hendinni við því.


5. Dagur Austmann

Þessi fallegi Dagur er búinn að vera þrusuöflugur í vetur og hefur vakið verðskuldaða athygli meðal Leiknisljóna fyrir það. Hann hefur leyst báðar bakvarðastöðurnar og jafnvel miðvörð þó þess krefjist ekki þörf í sumar þegar allir eru komnir í leikform. Dagur var flottur í fyrra og verður lykilatriði að hafa hann heilann í hægri bak í ár, reynslunni ríkari. Tvíburabróðir hans, Máni, fór til FH í vetur og því þurfum við aldrei aftur að einbeita okkur að því hvor bróðirinn er að sigra heiminn hverju sinni. Það verður alltaf Dagur í röndóttur treyjunni. No offense Máni.









44 views1 comment

1 Comment


Turkey Visa
Turkey Visa
Aug 12, 2022

Hello friends, as we mentioned earlier, applying for a Turkish visa online is one of the easiest ways. Now Turkish visa applications are done online. This is because the Turkish government has made the process very easy and streamlined. You no longer need to visit the Turkish consulate in person, which saves a lot of time, hassle and travel costs. Additionally, applying for a Turkey travel visa online is easy and user-friendly. It only takes a few minutes, and you can apply whenever it's convenient for you.


Like
bottom of page