top of page
Writer's pictureLjón

Styrklistinn (Power Rankings)

Risastig um helgina á Akureyri og Haukar framundan á föstudag. Hvaða leikmenn eru sterkastir í liðinu eins og staðan er í dag? Leiknisljónin eru allavega búin að ákveða sig.



1. Stefán Árni: Aftur tekur hann toppsætið KR-ingurinn knái. Hann skoraði markið mikilvæga gegn Þórsurum og leiddi baráttuna við að láta alla 10 leikmenn liðsins telja í vinnunni við að landa allavega 1 stigi þrátt fyrir mótlætið. Ef við fáum ekki að halda honum eitt ár í viðbót þá verður gaman að eiga smá í honum í meistarliði KR að ári. 14 af 15 stigum mögulegum.


2. Ernir Bjarna: Hann var í banni gegn Þórsurum en er búinn að gera nóg til að ganga beint aftur inn í byrjunarliðið í næsta leik. Hans var furðulega lítið saknað á Akureyri eins og leikurinn spilaðist og Árni Elvar leysti hann vel af en við vitum að Ernir kemur bandbrjálaður aftur inn í liðið og tryggir að Haukar komast ekki upp með neitt glamúrspil á föstudag. 9 af 15 stigum mögulegum.



3. Hjalti Sigurðsson: Hj-allsstaðar! Er það eitthvað? Drengurinn er að vaxa svakalega í síðustu leikjum og út um allan völl. Hann er að spila eins og sá sem hefur völdin, þar sem hann er að spila. Það er lúxus sem hefur ekki sést lengi. Ljónin eru að taka eftir þessu hjá stráknum. 3 stig af 15 mögulegum.


4. Sævar Atli: Hálftími í síðustu þremur leikjum dugir til að halda sér á listanum enda uppáhald allra Leiknismanna. Hann kom líka flottur inn þegar á þurfti að halda til að létta á vörninni og hefði jafnvel getað sótt öll stigin á Akureyri. Vonandi fer að hann jafna sig almennilega og klára mótið með stæl. 1 stig af 15 mögulegum.


5. Nacho: Var virkilega öflugur á Akureyri með og án Bjarka. Það er ekki sjálfgefið að menn geti unnið með hverjum sem er í miðverðinum en Nacho hertist bara við mótlætið og ætlar greinilega að #VamosPorTodo með okkur Leiknismönnum í ár. Porque no? Það mæðir mikið á honum í fjarveru Bjarka á föstudag. 1 stig af 15 mögulegum.



44 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page