top of page
Writer's pictureLjón

Styrklistinn (Power Rankings)

Jæja þá! Aðeins smiðshöggið eftir gegn Frömurum á laugardaginn og svo djamm fram á nótt að fagna því sem verður eða varð í sumar. En að svo stöddu, hvaða leikmenn væru fyrstir á blað ef það þyrfti að semja við alla uppá nýtt fyrir næsta tímabil?



1. Ernir "Vélin" Bjarnason (5). Engin smá sveifla hjá okkar manni á listanum milli vikna. Úr 2. sæti í það 5. og svo aftur á toppinn, þar sem hann á heima. Ef hann er heill og ekki í banni er erfitt að horfa framhjá þessum manni. Og í drullusúld og leiðindum á útivelli í síðasta leik var hann enn eina ferðina hjartað í leik liðsins. Gaf allt í þetta og var "óþolandi" eins og oft er gott að vera. Hann hlýtur 16 stig af 18 mögulegum hjá Ljónunum að þessu sinni sem þýðir að allir gáfu honum annað hvort fyrstu eða aðra einkunn í valinu þessa vikuna.


2. Nacho Heras (1). Hann er búinn að vera góður í allt sumar, Spánverjinn, en hann hefur stigið svakalega upp í síðustu leikjum og haldið liðinu á þeim stalli sem það hefur komið sér. Það er töluvert meiri dólgur í honum núna á lokasprettinum og við erum að fílaða! Hann lætur finna fyrir sér alls staðar og það er lykilatriði að henda öðru ári á þennan snilling hvort sem það er Pepsi eða Inkasso sem bíður okkar. Hann er búinn að koma sér fyrir og mun halda áfram að blómstra í Breiðholtinu ef honum er leyft það. 7 stig af 18 mögulegum.


3. Stefán Árni (3). Þessi gaur dettur aldrei af þessum lista ef hann klæðist réttu röndóttu litunum. Það er bara þannig. Hann hélt uppteknum hætti í skítaveðri þegar aðrir lúxusgæjar eins og hann hefðu kannski fórnað höndum og lagst í grasið. Hættulegur alltaf og duglegur til baka. Það er erfitt að hata það. 5 stig af 18 mögulegum.


4. Gyrðir Hrafn (-). KR-ingurinn OKKAR sem við fáum að halda fram yfir næsta tímabil er loksins kominn á þennan lista. Hann hefur skorað mörk í sumar og ógnað oft í föstum leikatriðum en það er ekki það eina sem kemur honum á þennan lista. Hann tók af skarið á miðjunni í leiðindunum á Extravellinum og er að loka mótinu mjög flottur í liðinu hjá okkur. Eins og Halldór benti á í Samningapistlinum í vikunni þá hefur Gyrðir vaxið vel á seinni helmingi tímabilsins og verður spennandi að sjá hann blómstra inn í næsta tímabil í okkar röndum.


OKKAR!

5. Vuk (-). Þessi gaur loksins mættur í náðina hjá Ljónunum. Við vitum af hæfileikunum og höfum séð þá í sumar en þeir hafa ekki alltaf verið nógu afdrifaríkir fyrir andstæðingana. Það var svosem ekki heldur tilfellið á laugardaginn í drullusvaðinu en strákurinn mætti með gameface og sýndi hvers konar gæði hann hefur og vann vel til baka líka. Hann hefði örugglega verið inni á Styrklistanum fyrr í sumar ef listinn hefði verið gerður fyrri hlutann en hér er hann allavega mættur á kjörtíma sem fyrirboði um að hann skori mark ársins gegn Fram á laugardag og við tölum um ekkert annað en Vuk í vetur. 2 stig af 18 mögulegum.


77 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page