top of page
Writer's pictureljonavarpid

Vélin brunar suður Reykjanesbrautina

Ernir "Vélin" Bjarnason er farinn frá félaginu og leikur með Keflavík á næsta tímabili. Hann spilaði 4 ár hjá Leikni og var meðal annars valinn Leikmaður Ársins 2019 af stuðningsmönnum.


Ernir var bókstaflega vélin á miðju vallarins fyrstu tvö árin sín hjá félaginu en svo má segja að í blandi við meiðsli hafi hann kannski verið saklausasta fórnarlamb uppgangs liðsins undir stjórn Sigga Höskulds. Þeir Árni Elvar og Daði Bærings gáfu ekki eftir sæti sín á miðjunni og síðastliðið sumar kom Emil Berger til sögunnar sem enn þyngdi róðurinn.



Ernir fer nú suður með sjó og slæst í lið með Nacho Heras og fleiri góðum mönnum. Það verður því enn meira undir þegar liðin mætast í Íslandsdeildinni næstkomandi sumar.



Leiknisljónin þakka Vélinni okkar að sjálfsögðu fyrir árin 4 og óskum honum alls hins besta í næsta verkefni.




40 views0 comments

Comments


bottom of page