Egill Þór Jónsson, Leiknismaður, gerði lokaritgerð á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands veturinn eftir að Leiknir tryggði sér sæti í Pepsideild haustið 2014. Hann ræddi við þjálfara liðsins, þá Davíð Snorra og Frey Alexandersson ásamt tveimur leikmönnum sem höfðu verið í liðinu 2010 þegar félaginu mistókst að ná þessu markmiði. Ákaflega áhugaverð lesning.
Það er ýmislegt sem þarf að fara á besta veg til að íþróttalið nái markmiðum sínum og það þarf ákaflega lítið að fara úrskeiðis til þess að það sitji eftir með sárt ennið eins og allir hinir sem komast ekki í fremstu röð. Vorið 2015 hóf meistaraflokkur Leiknis keppni í efstu deild knattspyrnu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að hafa unnið 1.deildina sumarið á undan. Sá árangur vannst ekki í tómarúmi og Egill Þór hefur greinilega hrifist af framgangi liðsins því hann ákvað að gera lokaritgerð sína um þennan stórkostlega árangur. Það kemur ýmislegt virkilega áhugavert fram í rannsókn hans á þessum tíma hjá liðinu og hvernig sterkur uppalinn kjarni, reynslan af sumarinu 2010, þekking Davíðs Snorra á innviðum félagsins og faglegri reynslu Freysa frá Hlíðarenda stuðluðu sameiginlega að þessum árangri.
Þú getur lesið alla ritgerðina hér. Góða skemmtun.
Comments