top of page
Writer's pictureLjón

111% Stolt Breiðholts: Fyrsti Þáttur-Bjarki Aðalsteins

Nú er komið að nýju efni í Ljónavarpinu. Sjónvarpi! FH-ingar stálu Vuk af okkur og við stelum í staðinn hugmyndum af þeim. 111% Stolt Breiðholts er þáttur í anda Fimleikafélagsins hjá Hafnfirðingunum sem hafa birst á YouTube síðustu 2 ár. Við fylgjum Leiknismönnum eftir í dagsins önn, heyrum bransasögur og kynnumst þeim aðeins betur utan vallar.

Fyrsti maðurinn hjá okkur er dáðadrengur úr Kópavogi sem hefur dregið vagninn í vörninni síðustu 4 ár og þreytir nú sína frumraun meðal þeirra bestu á Íslandi. Bjarki Aðalsteinsson sýnir hér á sér hliðar sem hinn almenni stuðningsmaður hefur líklega ekki séð áður. Kappinn situr ekki auðum höndum milli þess sem hann hvetur liðið sitt til dáða úr öftustu víglínu. Hann er í tveimur störfum og áhugaverðu háskólanámi en slær aldrei slöku við á æfingum enda ærið verkefni framundan hjá litla félaginu okkar.


Vonandi hafið þið gaman af og ef þið eruð að horfa í öflugu tæki eins og 4K sjónvarpi, er um að gera að stilla gæðin samkvæmt því. Ef þið hafið gaman af, endilega like-ið, deilið og gerist setjið YouTube rás Ljónvarpsins í áskrift hjá ykkur svo næsti þáttur og annað efni á rásinni fari ekki framhjá ykkur. Það styttist óðum í gleðina. Áfram Leiknir!



92 views0 comments

Comments


bottom of page