top of page

Í Sóttkví með Davíð Snorra

  • Writer: Ljón
    Ljón
  • May 13, 2020
  • 3 min read

Hinn landsliðsþjálfarinn okkar og arkítektinn af stærstu sigrum Leiknis. Hann hlýtur að hafa sitthvað áhugavert að mæla með.


Hvað ertu að lesa?: Winning ! Eftir Clive Woodward, hvernig hann breytti enska landsliðinu í Rugby úr áhugamennsku í heimsmeistara. Mæli með fyrir þá sem eru í stjórnunarpælingum.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Sunderland þættirnir voru að taka yfir þegar ég er einn. Þegar það fjölgar við sjónvarpið er núna í gangi Money Heist og hins vegar Blíða og Blær snemma á morgnanna.


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Sá Star is Born um jólin, sá síðasti á Íslandi.


Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Algjör alæta en hef verið að láta íslenska playlista rúlla á spotify.

Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Ég hlusta á Fótbolta.net, Draumaliðið, Ljónavarpið og svo kann ég rosalega vel við Snorra Björns sem spyril og reyni að hlusta á allt frá honum.


Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Verkföll ( takk Sólveig ) og samkomubann hafa hjálpað til við að láta tímann líða hratt síðustu mánuði. Fáar dauðar stundir :)


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Leiknir - Þróttur 4.sept 2014. Frábær dagur og afrek sem mun alltaf lifa hjá öllu Leiknisfólki.

Ísland - Rússland á EM U17 síðasta vor. Fyrsti leikur sem þjálfari á lokamóti og liðið átti frábæran undirbúning og leik. Var rosalega stoltur þann dag.


Síðan sitja í mér tveir leikir sem ég væri til í að spila aftur og breyta. Stjarnan - ÍBV 2017 í bikar. 10 mín frá bikarúrslitum en klúðruðum frábærri stöðu, Stjarnan hefði alltaf unnið bikarinn þetta ár ef við hefðum spilað síðustu 10 mín almennilega. Þvílíka þvælan en til hamingju aftur ÍBV.

Ísland - Ungverjaland EM U17, innkast í uppbótartíma sem við hefðum átt að framkvæma betur varð að víti á okkur og tapi 30 sek síðar, HM í Brazil var þarna fyrir framan okkur. Smáatriðin maður, smáatriðin.


Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Kiefer Sutherland í karakter Jack Bauer, öll okkar vandamál yrðu leyst.

  • Íþróttastjarna: Jurgen Klopp, viðkunnalegur og maður gæti drukkið í sig fróðleik.

  • Tónlistamaður: Helgi Björns getur búið til gott partý í fámennum hópi..

  • Grínisti: Sólmundur Hólm. Fjölhæfur og skemmtilegur náungi. Að sama skapi á þessum óvissutímum þá væri sterkt fyrir Samfélagið að hafa formanninn með beinan aðgang að Klopp daglega.

  • Sögufræg persóna: Ég ætla að hugsa um liðsheildina og þessi hópur sem kominn er saman ætlar að taka Donald Trump með sér. Til að gefa heiminum frí í 30 daga og einnig til að reyna að skilja ýmislegt.


Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Er búinn að mastera að elda naut og myndi gera það áfram í 30 daga.


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Ég er búinn að hlaupa 3x í viku og taka göngutúra með fjölskyldunni.


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Það finna það allir hvað það er vont að geta ekki komið á Leiknisvæðið, horfa á æfingar, leiki eða detta í spjall. Tökum eitt skref í einu, klárum COVID og minnum okkur á hvað það er gott að eiga félagið okkar í hverfinu. Þegar þetta fer allt af stað aftur, búum til skemmtilega hverfisstemmningu fyrir hvern leik og styðjum Stolt Breiðholts sama hvað gengur á.

Comments


bottom of page