Næstur er annar maður sem fær póstinn sinn í Austurberg vegna viðveru. Maður sem elskar klúbbinn, iðkendurna og hefur skoðanir í tonnatali á knattspyrnutengdum málefnum. Vallarþulur, þjálfari og vonandi dægurmenningarmógull í þessu tilfelli. Örn Þór Karlsson er mættur í Sóttkví:
Hvað ertu að lesa?: Var að klára bókina Legends Club sem fjallar um Bandaríska Háskólakörfuboltann og Born A Crime sem er ævisaga Trevor Noah mögulega besta bók sem ég hef lesið.
Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Peaky Blinders þangað til að Sunderland þættirnir duttu inn.
Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Mæli með öllu með Adam Sandler comedy gold eins og menn segja.
Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Fer eftir ýmsu er aðalega að vinna með eitthvað gamalt og gott eins og Jim Croce og eitthvað íslenskt gull. GusGus eru síðan alltaf flottir ef maður er í gírnum.
Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Öll fótbolta Podcöst Draumaliðið, Fótbolti.net þátturinn, Návígi (Fótbolti.net) Miðjan (Fótbolti.net) . Mæli síðan með Heimskviðum og Fílalag.
Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Er í skóla þannig maður þarf eitthvað að sinna því. Svo reyni ég að vinna aðeins setja upp fjarþjálfun og eitthvað þvíumlíkt. Svo spilar maður smá Fifa og rennir í gegnum Youtube
Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Tæki Valur - Leiknir í 2. Flokki 2018 virkilega vel spilaður leikur hjá okkar mönnum í Leikni. Væri virkilega gaman að sjá hann aftur. Holland - Spánn af HM 2014 þegar Hollendingarnir kafsigldu Spánverja. Væri gaman að kíkja á hann. (Hér í heild sinni)
Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:
Hollywood stjarna: Woody Harrelson held að hann sé helvíti grillaður og skemmtilegur.
Íþróttastjarna: Andre Agassi tók bókina hans um daginn og hann er afar áhugaverður náungi sem gaman væri að spjalla við.
Tónlistamaður: Bruce Springsteen.
Grínisti: Bergur Ebbi hann myndi ná að halda þessu samkvæmi á lífi í 30 daga.
Sögufræg persóna: Raymond Reddington fullt af góðum sögum þar :)
Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?:
Kjúkling. Treysti mér til að búa til eitthvað fjölbreytt úr því.
Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Tek æfingar á gólfinu heima kíki síðan út að hlaupa eða ganga. Fyrir fólk sem er að æfa heima mæli ég með Spotify Playlistanum hans Árna Elvars “Sterkustu strákarnir” Flottur DJ hann Árni.
Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Hafa gaman :)
Comments