top of page
Writer's pictureLjón

Í Sóttkví með Dodda

Það væri hálfgerð móðgun að kynna Dodda. Ef þú fannst þessa vefsíðu, þá veistu hver hann er og að hann hefur skoðun á öllu. Líka sóttkví:



Hvað ertu að lesa?: Ég er með fjölþættan athyglisbrest og því að lesa 5 bækur sem stendur.

Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marques (er á bls 110) og það heita allir það sama í bókinni, er svo rétt byrjaður á Stríð og Friður eftir Leo Tolstoj sem er svona í þyngri kantinum, tók þær á bókasafninu og kominn með sekt. Svo er ég að glugga í Football Periodisation eftir Raymond Verheijen og sér nú fyrir endann á henni, ég er svo með opna bókina Teambuilding - the road to sucess eftir kónginn Rinus Michels og skottast yfir eina og eina síðu hér og þar. Loks er bókin loftfirrt og loftháð þjálfun sem ksí gaf út, opin hjá mér og ég er að glugga í hana meðan ég renni í gegnum bókina hans Raymond.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Exit á Rúv. Mikill Rúvari. Annars var ég að klára the English Game á netflix (held hún heiti það). Svo horfði ég á Love is blind í síðustu viku og það hækkaði talsvert sjálfsmatið mitt, virklega valdeflandi.


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Ég horfði á bíomynd í fyrsta skipti í marga mánuði í vikunni bara man ekki hvað hún heitir.


Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: MC Kevinho, Anitta, Villa Vill og indverska og Arabíska hugleiðslutónlist.


Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Ef ég get, þá leggst ég niður og hlusta á Í ljósi sögunnar en ef ég þarf að gera annað um leið get ég alveg gleymt því að hlusta á podcast.


Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Ég fór í sund þangað til það lokaði og nú er ég að verða dósent í að klippa, græja og gera myndbönd til að nota í fjarþjálfun.


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?:

Ég myndi vilja sjá Stjörnuna vs Leikni í 2.deild 2005, Valur vs Leiknir 2.fl kk árið 2018, Leiknir vs Fjarðabyggð 2003, Barcelona vs Real Madrid 2011 sem er best spilaði leikur fótboltaliðs í sögunni - úff það eru endalausir leikir sem hægt væri að skoða.




Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: ég veit ekki hvað amma mín heitir (föður megin) hvað þá einhverjir leikarar en allt þetta lið í Love actually er mitt fólk svo ég vel einhvern úr því liði.

  • Íþróttastjarna: Hilmar Árni Halldórsson og/eða Binni Hlö- dýpri samtöl og öðruvísi svo þekki ég þá fyrir sem hentar mér vel.

  • Tónlistamaður: Villi Vill

  • Grínisti: bara einhver fyndinn sem kann að elda

  • Sögufræg persóna: Væri auðvitað mjög fróðlegt að setjast niður með Jesúm ef hann var til (er trúlaus en hann Jesú var mögulega til sem manneskja) annars tökum við Karl Marx með okkur.

Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Acai með condanced mjólk, granola og banönum. Borðaði það alla daga í Rio De Janeiro. Þeir þekkja sem þekkja.


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Ég tek göngutúra og hleyp smá, ásamt því að vera með smá prógramm sem ég á uppí erminni sem þarf bara sjálfan sig til að framkvæma.



Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Það að þurfa að sitja heima og horfa á sjónvarpið í notalegum húsum, með endalausa afþreyingu í kringum fólkið ykkar eru sturluð forréttindi. Svo tökum þetta jákvætt á kassann. Og við munum svo meta ennbetur þegar allt fer á rönn aftur. Þegar það gerist tippa ég á svona 10x Danni Finns á Sævar Atla mörk í sumar. #lifi leiknir :)

101 views0 comments

Recent Posts

See All

Komentáře


bottom of page