top of page
Writer's pictureLjón

Endalok Ljónavarpsins og Leiknisljónamiðla?

Kominn er tími á ferska vinda í efnisgerði stuðningsmanna félagsins og köllum við því á alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku að gefa sig fram til þeirra verka sem höfða til þeirra. Undirritaður mun draga sig í hlé á næstu vikum og annað hvort aðstoða nýtt fólk við að taka við taumunum eða leggja þá niður.


Nú er tíminn fyrir þá sem hafa góðar hugmyndir að stíga fram. Leikmenn, starfsmenn eða aðstandendur geta tekið upp þætti og fjallað um það sem þeim finnst áhugavert við félagið og umgjörð þess. Þeir sem vilja keyra efni inn á YouTube-síðuna, Instagram síðuna eða bara hér á heimasíðuna, er hvattir til að gefa sig fram í verkið. Það er engin kvöð að skila neinu inn regulega en því fleiri sem að verkum koma, því betra.


Stígi enginn fram á næstu 2 vikum er ljóst að þetta skemmtilega verkefni nemur staðar hér. Þessi heimasíða verður uppi út árið en líklegast hverfa gamlir Ljónavarpsþættir af netinu í lok janúar þessa árs.


Það er innileg ósk mín að nú fáist spenntir aðilar að borðinu til að taka við keflinu.

Hverfið kallar nefnilega og spennandi tímar eru framundan. Það væri gaman að sjá nýtt fólk gera þá enn skemmtilegri.


Hafið endilega samband á ljonavarpid@leiknisljonin.net


113 views0 comments

コメント


bottom of page