Aðalmarkvörður Leiknis, Guy Smit, meiddist í samstuði við Thomas Mikkelsen í tapinu gegn Breiðablik um helgina og þurfti að fara af velli. Inná fyrir hann kom Viktor Freyr Sigurðsson ferskur og steig þarmeð sín fyrstu skref í efstu deild, aðeins tvítugur ennþá. Við óskum honum auðvitað til hamingju með áfangann.
Viktor stóð í stórræðum eins og Hollendingurinn og kom engum vörnum við er mörkin tvöfölduðust úr 2 í 4 á laugardag. Sannarlega erfið eldskírn en hann átti flotta spretti gegn gamla félaginu sínu og að sjálfsögðu fer þessi leikur rakleiðis í reynslubankann fyrir þennan framtíðarmann milli stanganna.
Af Guy okkar er það að frétta að hann er illa marinn og þurfti að sauma nokkur spor í tána hjá honum. Hann er þó vongóður um að vera leikfær gegn Skagamönnum á Domusnovavellinum næstkomandi mánudagskvöld en það verður að sjálfsögðu 6 stiga baráttuleikur við okkar fallbaráttubræður. Ef Smitarinn þarf einn leik í viðbót til að jafna sig, þurfum við ekki að örvænta með Viktor Frey í markinu heilann leik. Hann þekkir pressuna vel eins og þegar hann tók síðasta leik í Lengjudeildinni í fyrra gegn Ólsurum þegar sætið í efstu deild var tryggt.
Hér má svo sjá útganginn á tánni hans Guy, með gófúslegu leyfi markvarðarins sjálfs auðvitað. Skjótan bata vinur!
Comments