Hjalti kallaður inn í U-21 hópinn fyrir Grikkjaleikinn
- ljonavarpid
- Sep 6, 2021
- 1 min read
Davíð Snorri hefur kallað okkar mann, Hjalta Sigurðsson, inn í U-21 landsliðshópinn sinn fyrir undankeppnisleik við Grikki á Wurth-vellinum í Árbæ á morgun. Þar með erum við með einn fulltrúa sem er samningsbundinn Leikni í hópnum en þar má finna tvo aðra leikmenn sem hafa nýverið klæðst röndunum réttu. Að ónefndum sjálfum stjóranum sem nú er að setja stimpil sinn á hópinn.

Sævar Atli okkar var í byrjunarliði ásamt vini okkar Stefáni Árna úr KR í Hvíta Rússlandi þegar liðið vann 1-2 og vonandi bætist Hjalti bara í hópinn með þeim á morgun. Leikurinn hefst 17:00 annað kvöld og er, eins og áður segir, á heimavelli Fylkis í Árbænum. Fyrir þá sem ekki nenna, er hann líka sýndur á Stöð 2 Sport. #StoltBreiðholts
תגובות