Allt er þegar þrennt er. Hinn öflugi KR-ingur Hjalti Sigurðsson er kominn til Leiknis í þriðja sinn á jafnmörgum árum. En í þetta sinn er hann alkominn, keyptur til stórveldisins hinum megin í borginni og klár í baráttuna. Ekkert lánssamningabull lengur.
Hjalti var mættur á síðustu æfingu fyrir leik í kvöld og hlakkar til að berjast um sæti í liðinu fyrir seinni hluta tímabilsins. Við bjóðum þennan öðlingsdreng að sjálfsögðu velkominn í réttar rendur og óskum honum alls hins besta á komandi tímum.
Fyrir utan þessar stóru fréttir er auðvitað stór leikur á morgun og við tókum tal á Siggi þjálfara varðandi sigurinn gegn Víking síðasta mánudag og hvernig skal ráðast á Blikana sem eru í miklum ham um þessar mundir á meðan okkar menn hafa ekki riðið feitum hesti á útivelli í sumar. Allavega ekki stigalega séð. Kíktu á viðtölin hér að neðan:
Við sjáumst svo öll í blíðunni á Kópavogsvelli klukkan 14:00 á morgun. Upphitun á stúkubarnum þeirra Blika frá 12:00.
Comments