Það er risaleikur í Pepsimaxdeildinni þegar HK-ingar mæta í heimsókn á Domusnovavöllinn annað kvöld í 18. umferð. Ef okkar menn taka stigin 3 er vera Leiknis í efstu deild tryggð fyrir næsta sumar. Þetta er næstsíðasti heimaleikur sumarsins og því skyldumæting fyrir alla alvöru Leiknismenn til að styðja strákana yfir þennan áfanga og fagna svo í lokin.
Fyrr í sumar tapaðist leikurinn í Kórnum 2-1 þrátt fyrir að okkar menn hafi staðið sig vel á vellinum og í stúkunni. Viðbúið er að gestirnir mæti nú dýrvitlausir til leiks í ghettóið þar sem örlög þeirra verða nánast ráðin ef þeim tekst ekki að sigra í þessum leik. Þetta er ekki einn af þessum leikjum sem við getum leyft okkur að njóta í sjónvarpinu. Allir í stúkuna, tímanlega takk! 18:00 er sparkað af stað.
Leiknismenn endurheimta ofurhetjuna Emil Berger úr banni og fyrir utan langtímameiðsl Arnórs Inga og smá hnjask hjá Ósvaldi, þá er hópurinn hjá okkar mönnum heill og klár í slaginn. Sólon Breki var í fyrsta sinn í byrjunarliði í sumar gegn FH og ætti að vera enn sprækari á morgun. Hann leit við í spjall eftir síðustu æfinguna ásamt Sigga auðvitað:
Comments