top of page
Writer's pictureljonavarpid

LEIKNIR 0-0 HK: Umfjallanir og viðtöl

Í gær var stigunum skipt bróðurlega í leik sem fer seint í sögubækurnar sem einn sá fallegasti en við þiggjum stigið í þeirri trú að sæti Leiknis í Pepsimax að ári sé næsta tryggt núna. Pressan er klárlega á öllum hinum 5 liðunum sem sitja fyrir neðan okkur í töflunni. Ótrúlegt afrek með 4 heila leiki eftir. Takk strákar!


Fyrirliðinn Bjarki Aðalsteins var klettur í vörninni og skoraði meira að segja fullkomlega löglegt mark, ekki í fyrsta sinn í sumar. En enn eina ferðina hefur dómarastéttin eitthvað á móti okkar manni og flauta allt af þegar hann loksins setur hann. Sólon og Manga voru meiddir þegar flautað var til hálfleiks og kom það því í hlut Árna Elvars að leiða sóknina mestan hluta seinni hálfleiks, sjálfsagt í von um að Máni eða Danni myndu ná að hlaupa upp mark í kringum hann.

Hér gefur að líta umfjöllun netmiðla af leiknum:





32 views0 comments

コメント


bottom of page