top of page
Writer's pictureLjón

Leiknisljónahittingur fyrir heimaleiki

Það voru að berast þau stórkostlegu tíðindi úr Austurberginu að öll Leiknisljón eru velkomin í salarkynni Leiknismanna klukkustund fyrir heimaleiki liðsins í sumar. Þetta hefst næsta miðvikudag þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Mjólkurbikarnum.

 

Það þarf ekki að fjölyrða um það að þessum fréttum er fagnað innilega af Ljónavarpsmönnum og líklega öllum stuðningsmönnum Leiknis því það er mikill hugur bæði hjá félaginu og stuðningsmannahópnum fyrir komandi tímabil að gera meiri viðburð úr leikjum liðsins. Það skal að sjálfsögðu tekið skýrt fram að allir stuðningsmenn Leiknis eru Leiknisljón og því ekki um einhvern útvalinn hóp skráðra Leiknisljóna að ræða sem er boðið. Allir eru velkomnir!



En lítum nú á hvað stendur til í þessari fyrstu útgáfu Leiknisljónahittingsins í Leiknishúsinu:

  • Salurinn opnar 18:00, klukkustund fyrir leik.

  • Bjór í boði á viðráðanlegu verði

  • Byrjunarliðið krufið

  • Pílukast

  • Kristján Páll (sem er í banni í leiknum) mætir í sal að ræða við fólk um hvað menn voru prúðir í æfingaferðinni á Spáni

  • "Nacho Heras" Nachos verða á tilboði vegna fjölda áskorenda-okkur leiðist það ekki

  • Ársmiðar fyrir Inkasso verða til sölu á tilboði (8990isk)

Við ætlum svo að prufukeyra "live" útsendingar okkar á samfélagsmiðlum og heyra hljóðið í öðrum stuðningsmönnum fyrir leikinn og tímabilið í heild. Við skorum á alla stuðningsmenn Leiknis að mæta á þennan viðburð og sýna félaginu þannig fram á að við kunnum öll vel að meta viðleitnina. Sjáumst tímanlega!


21 views0 comments

Comments


bottom of page