top of page
Writer's pictureLjón

Stúkustemning á Álfinum á mánudag

Leiknir er búið að hlaða í ótrúlega spennandi leikmannahóp fyrir okkur þetta árið og félagið okkar verður eina liðið í fyrstu Bestu deildinni sem ekki hefur unnið Íslandsmeistartitil. Að venju verður sagan á móti okkur en Leiknisljónin ætla að gefa sögunni fingurinn og taka yfir allar stúkur og hóla sem þeim verður hleypt á með ferskum banter og söngvum sem við ætlum að semja á mánudaginn á Álfinum.



Eins og allir ættu að vita, þá er Leikmannakynning félagsins á föstudaginn 8.apríl. En mánudagskvöldið á undan ætla Ljónin að safnast saman á Álfinum í Hólagarði klukkan 20:00 og dusta rykið af söngbók félagsins ásamt því að smíða nokkur ný og skemmtileg lög fyrir nýtt og skemmtilegt lið sem á eftir að skemmta okkur í allt sumar. Strákarnir eiga skilið að fá alvöru stuðning frá breiðum hópi fólks, ekki bara örfáum hræðum. Við ætlum því að gera okkar og bæta í söngbókina, berja á trommur og taka lætin upp svo allir geti lært þetta heima fyrir leikina.


Við vonumst til að sjá sem allra flesta stuðningsmenn á mánudagskvöld að hjálpa okkur með verkefnið og auðvitað svo líka á föstudaginn að kynnast strákunum betur og magna upp stemninguna fyrir komandi tímabil.


Endilega láttu okkur vita á ljonavarpid@leiknisljonin.net eða með skilaboðum á einhverjum samfélagsmiðlinum ef þú ætlar að mæta. Eins ef þú ert með hugmynd að einföldu lagi sem þú vilt koma á framfæri, lát heyra.


152 views0 comments

Comments


bottom of page