top of page
Writer's pictureljonavarpid

Viðtal við Sigga og Bigga fyrir KA-leikinn

Okkar menn mæta Akureyringum í 14. umferð PepsiMax-deildarinnar á Domusnovavellinum á morgun. Við heyrðum í Sigga að venju og svo var Birgir Baldvins á svæðinu að kveðja liðsfélaga sína í búningsklefanum en hann er kominn á lán hjá Aftureldingu í Lengjudeildinni.



Eins og öllum er ljóst, fara fjöldatakmarkanir aftur í gang á miðnætti og er leikurinn á morgun ekki undanskilinn. Veitingasala er bönnuð og fjöldatakmörkun er við 200 manns. Skellið ykkur því strax á Stubbsappið til að tryggja ykkur miða. Álfurinn í Hólagarði verður opinn með veitingar og Leiknistilboðið frá 15:00 svo þeir sem þora út úr húsi og á völlinn mega endilega mæta þangað í upphitun og svo þrömmum við á völlinn fyrir 17:00. Leikurinn verður á netsjónvarpi Stöð 2 svo þeir sem leggja ekki í að sitja í stúkunni, geta bara ílengst á hverfispöbbnum okkar og notið áfram í hlýjunni.


21 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page