top of page
Writer's pictureljonavarpid

LEIKNIR-Valur 17:00 í dag

Við minnum á að það eru 3 klukkustundir í að leikar hefjast á Domusnovavellinum gegn Íslandsmeisturum og toppliði Vals. Þetta er 3. síðasti heimaleikur tímabilsins hjá okkar mönnum og hefur gífurlegur meirihluti stiga unnist á heimavelli í sumar. Það er því ákaflega mikilvægt að Leiknisfólk láti sjá sig og láti heyra í sér í dag.



Leiknismenn hafa misst sinn langmarkahæsta leikmann, Sævar Atla, í atvinnumennskuna og það verður því áhugavert að sjá hvernig menn bregðast við því á vellinum. Emil Berger, alger lykilmaður á miðjunni í sumar, tekur út bann og líklegt verður að teljast að Árni Elvar komi ferskur inn þar. En það er víðar sem þarf að fylla skörð því allavega 6 af háværustu Leiknisljónunum eru nú föst í sóttkví og missa því að leiknum í dag. Við hvetjum þig og alla þína því til að stíga upp og brýna raustina í stúkunni í dag fyrir okkar hönd. Að venju tekur Álfurinn í Hólagarði vel á móti Leiknisfólki á leikdegi með tilboði á barnum. Þar sem engar veitingar eru leyfðar á vellinum mælum við eindregið með því að fá sér einn eða tvo hjá Soffíu og hennar teymi og mælum við sérstaklega með hamborgaranum þeirra. Fyrsta flokks hverfispöbb allra Leiknisjóna.


17 views0 comments

Comments


bottom of page