top of page
Writer's pictureLjón

Í Sóttkví með Davíð K. Jónssyni

Uppalinn Leiknismaður með 15 leiki í röndóttu treyjunni í meistaraflokki og margfalt fleiri í vestinu. Einn af bestu þjónum klúbbsins er mættur í Sóttkví með okkur. Davíð K. hefur ekkert betra að gera meðan hann bíður eftir að Liverpool verð krýndir:


Hvað ertu að lesa?: Er þessa dagana að glugga í Arnald og einnig Why we sleep.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Er frekar slappur í því að horfa á þætti. En er að reyna að horfa á Exit núna. Er svolítið veikur fyrir norrænum þáttaröðum, viðurkenni það.


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Horfi lítið á bíómyndir en datt inn í Ocean 12 um daginn. Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að gera þegar það er ekki fótbolti eða aðrar íþróttir í sjónvarpinu.


Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Rammstein, The Black Keys, Myrkvi, Beastie Boys, Franz Ferdinand og svo hitt og þetta.


Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Ljónavarpið, hvað annað. Dr. Football. Svo dettur maður inn á hitt og þetta ef það er eitthvað áhugavert.


Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Vinna, hreyfa sig, hlusta á tónlist, lesa og svo mun ég sinna konunni þegar hún kemur úr sóttkví :)


Ertu með hlekk á stutt og skemmtilegt myndband á netinu til að létta lundina?:



Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Það væri Þór-Leiknir í 2.fl 199? En Gæi þyrfti að gefa nákvæmari ártal og dagsetningu, hann er eins Rainman í þessum málum. En það voru allskonar atvik í leiknum og eftir leik sem væri gaman að sjá aftur.


Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Jennifer Aniston-eitthvað til að horfa á

  • Íþróttastjarna: Dennis Rodman-líklega hægt að gera eitthvað rugl með honum

  • Tónlistamaður: Mugison-spilar ljúfa tóna með ég og Jennifer snæðum kvöldverði

  • Grínisti: Ricky Gervais-með uppistand á hverju kvöldi

  • Sögufræg persóna: Bill Shankly-get rætt um Liverpool við hann


Shiiiiii. Það verður engin lognmolla í þessu húsi


Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Elska pizzu en held að ég myndi velja nautakjöt í 30 daga vegna þess að það er bara svo gott.


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Keypti mér ketilbjöllu og geri æfingar á stofugólfinu. Svo er ég einnig byrjaður að heimsækja sóttkvíarbælið Garðabæ, kíki þá á pallinn hjá Captain Hauki Gunnarssyni.


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Það sem allir þurfa að byrja á að gera er að kaupa árskort, skiptir máli. Mæta í toppstandi á völlinn þegar veislan byrjar.

75 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page