Fyrrum fréttaþulur Leiknir TV. Þurfti að taka stöðulækkun um árið og gerast ritstjóri á .net (STAÐFEST) en hann er kominn í stjórn Leiknis svo þetta horfir allt til betri vegar hjá okkar allra besta Elvari Geir. Hvernig er ástandið að tríta hann?
Hvað ertu að lesa?: Misskemmtilega pistla enskra dagblaða um áhrif ástandsins á fótboltaheiminn. Las mikið bækur á árum áður en það hefur legið á hillunni.
Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Better Call Saul. Argasta snilld sem þessi Breaking Bad heimur er.
Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Horfði á Anchorman í gær. Bara búinn að sjá hana 700 sinnum og hún verður ekkert verri!
Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Íslenskt já takk. Hafnfirska gleðisveitin Sign er perla sem alltaf er hægt að stóla á.
Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Mikill Podcast maður. Íslensku boltapodcöstin skemmtileg. Steve Dagskrá í uppáhaldi. Fyrir utan fótboltann þá er Fílalag, Vera Illuga og Tvíhöfði í stanslausri spilun. Er svo háður því að hlusta á Heimskviður vikulega.
Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Er að fara að elda eftir nýrri heimsendingaþjónustu Skál! sem Gísli Matthías Leiknismaður og gæðakokkur á heiðurinn af. Kynnið ykkur þetta!
Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Var á Old Trafford þegar 49 leikja hrina ósigraða Arsenal liðsins var stöðvuð. Gerði mér ekki grein fyrir sögugildi leiksins á þeim tíma en væri alveg til að upplifa það stuð aftur! Ágrip af leiknum. Allur leikurinn.
Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:
Hollywood stjarna: Will Ferrell.
Íþróttastjarna: Dimitar Berbatov. Minn uppáhalds fótboltamaður allra tíma. Hann og boltinn áttu í erótísku sambandi. Þvílíkur töffari!
Tónlistamaður: Billy Corgan. Kannski ekki ráðlegt að velja þunglyndissjúkling en hann er bara svo geggjaður tónlistarmaður.
Grínisti: Jón Gnarr. Hann hefur skemmt mér stærstan hluta ævinnar og má endilega halda því áfram.
Sögufræg persóna: Winston Churchill. Nautnaseggur og þvílíkur leiðtogi. Væri alveg til í að dreypa á viskí með honum. Ef hann væri með stjórnartaumana í dag þá væri verið að fara að spila í enska boltanum á morgun!
Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Tók einu sinni fiskimánuð og borðaði bara fiskmeti (sem aðalmáltíð). Það var skemmtileg lífsreynsla. Endurtökum leikinn!
Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Leiknir hefur aldrei þurft eins mikið á sínu fólki að halda. Djöfull verður gaman þegar Víðir er búinn að koma okkur í gegnum þetta vesen og kveikt verður á grillinu á Domusnova-vellinum!
留言