top of page
Writer's pictureLjón

Í Sóttkví með Freysa


Þarf eitthvað að kynna þennan mann? Í dag átti hann að vera á Laugardalsvelli að kjöldraga Rúmena en hvað um það, í staðinn deilir hann góðum ráðum til að drekkja sorgum sínum í einangruninni sem við erum öll að reyna að trukka í gegnum.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Ég horfi ekki mikið á sjónvarp annað en íþróttir og fréttir en þetta hef ég verið að horfa á núna.Heimildarþætti um Brasilíska landsliðið á Amazon prime.

Þegar rykið fellur á Ruv.is. En allra mest á Skoppu og Skrítlu með syni mínum.


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Fór í bíó á Klovn fyrir nokkrum vikum með vinum mínum. Stórskemmtileg.

Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Alæta á tónlist en í dag var það Jet Black Joe, Emílíana Torini og Portishead ásamt Vögguvísum með Hafdísi Huld (hún sér um að syngja fyrir drenginn).


Upplífgandi Portishead í einangruninni :)

Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: That Peter Crouch podcast. Hef mjög gaman af því.

Draumaliðið með Jóhanni Skúla. Svo hlustaði ég á útvarpsþátt Fótbolta.net í podcast formi vegna aðstæðna.

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?:

Það koma nokkrir upp í hugann. Fyrst er það Stjarnan-Leiknir í 2.deild 2005 þegar við tryggðum okkur sæti í 1.deild. Væri til í að sjá gæðin í leiknum og færið sem ég fékk óvænt einn gegn markmanni.

Leiknir-Þróttur 2014 þegar við tryggjum okkur upp í Pepsi deild. Það er góð minning.

Þýskaland-Ísland hjá kvennalandsliðinu. Epískur sigur.


Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Al Pacino. Fékk æði fyrir mafíósa myndum á ákveðnum tíma. Væri gaman að spjalla við kallinn um þá senu.

  • Íþróttastjarna: Jamie Carragher. Skemmtilegur, eðlilegur náungi.

  • Tónlistamaður: Jón Jónsson. Hann kemur öllum í gott skap. Getur líka kennt mér að hlaupa.

  • Grínisti: Sveppi. Elska Sveppa.

  • Sögufræg persóna: Bill Shankley. Alvöru gæji þar á ferð.



204 views0 comments

Recent Posts

See All

תגובות


bottom of page