top of page
Writer's pictureLjón

Í Sóttkví með Halldóri Kristni


Stóðhesturinn sem fór í Pepsi með Val og Keflavík til að njósna fyrir heimkomuna í Pepsípartýið okkar 2015. Halldór Kristinn Halldórsson er fyrrum miðvörður og einn af einróma meðlimum liðs áratugarins. Hvurn djöfulinn gerir svoleiðis maður þegar ekkert má?


Hvað ertu að lesa?: Núna er ég að lesa 3 bækur. Mr. Mercedes (Stephen King), Cilka´s Journey (Heather Morris) og skotveiðibók fyrir komandi Skotvopnanámskeið.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Ég var að byrja að horfa á einhverja Tígrisdýra þætti á Netflix - nokkuð vont TV en ég get ekki hætt, F1 sem er gott stöff, The Outsider, Love is Blind en ég mæli ekki með því fyrir neinn.

Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Ég hef gert lítið af því. Það er helst þá barnamyndir eða einhverskonar fjölskyldumyndir með börnunum.

Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Allt þetta helsta gamla og góða. Ég hlusta mikið á VillaVill, Mannakorn og Guns n Roses.

Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Í ljósi Sögunnar og Ljónavarpið (duh!)


Pílukast að skora hátt hjá þessu Ljóni

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: UTD vs Bayern 1999 er líklega leikurinn, því ég hef ekki enn séð leikinn í fullri lengd í dag! Í fullri lengd á footballia.net, ágrip hér. Einnig væri ég mjög til í að vera staddur í Keflavík og sjá Bjarna Guðjóns “senda” boltann til baka frá miðju og kveikja vel í liðinu.






Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Leonardo DiCaprio

  • Íþróttastjarna: Van Gerwen

  • Tónlistamaður: KK

  • Grínisti: Ricky Gervais

  • Sögufræg persóna: Villi Vill


Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Kjúklingur, ég gæti eldað hann á mismunandi hátt. Hann er hollur og góður.


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Ég er vondur í kálfanum eins og staðan er í dag svo ég fer ekki út að hlaupa en ég tók hörku heimaæfingu í gær, konan á alls konar öklapoka og annað sem hægt er að nota svo ég náði flottri æfingu. Kem til með að gera þetta nánast daglega.


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Í ljósi aðstæðna þá hvet ég alla til að halda fast í liðið okkar. Ég sá að það er byrjað að selja árskort núna til að fá tekjur aðeins fyrr inn. Það hjálpar liðinu á þessum erfiðu tímum - Við mætum hvort sem er á alla heimaleiki.




86 views0 comments

Recent Posts

See All

תגובות


bottom of page