top of page
Writer's pictureLjón

Í Sóttkví með Halldóri Marteins

Ljónavarpari, nýbakaður faðir, bókasafnsfræðingu, United maður og heilmikill grúskari. Þetta ætti að vera fjandi skemmtilegt að þessu sinni.



Hvað ertu að lesa?: Out on the Wire: The Storytelling Secrets of the New Masters of Radio - frábær bók í myndasöguformi um hlaðvarpsgerð.


Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Datt loksins inn í Better Call Saul í fæðingarorlofi um daginn og er kominn á 4. seríu. Brilliant þættir! Brooklyn Nine-Nine klikka svo seint þegar maður vill leyfa einhverju að fljóta sem hægt er að horfa á með öðru auganu.


Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Mæli með að nota tækifærið til að klára kvikmyndir sem eru á topp 250 listanum á IMdB.com, þannig hef ég uppgötvað ófáa snilldina og í leiðinni áhugaverða strauma og listafólk í kvikmyndabransanum sem ég hefði ekki endilega uppgötvað annars. Staðan hjá mér núna er 230/250, hef mest komist í 249 af 250.


Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Tom Waits, alltaf Tom Waits. Var að rúlla Closing Time í gegn í fyrsta skipti í alltof langan tíma. Stórkostleg plata, skemmir ekki fyrir að Íslendingur plokkar kontrabassann í lokalaginu.


Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Mörg skemmtileg en til að mæla með tveimur góðum þá segi ég Off Menu með James Acaster og Ed Gamble og brandarahlaðvarpið Good One.



Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Leik mér við son minn sem fæddist í upphafi árs. Hann er í því að uppgötva heiminn þessa dagana svo smæstu hlutir verða gríðarlega áhugaverðir. Mikil fegurð í því. Ef ég hef síðan einhvern lausan tíma þess á milli þá tek ég nokkrar brautir í Golf Clash, þeim eðalleik.


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Nafni minn hinn fótalipri tók United v. Bayern frá 1999 sem ég var að íhuga að velja, enda man ég vel eftir að hafa setið límdur við skjáinn í 90 mínútur plús þessar afdrifaríku uppbótarmínútur á sínum tíma. Ef ég ætti að bæta einhverju öðru við þá væri það Manchester United v. Benfica í úrslitum Evrópubikarsins 1968, ef ég gæti séð hann í heild án þess að vita nokkuð um hann þá væri það snilld. (Leikurinn í heild sinni hér).

Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

  • Hollywood stjarna: Jon Favreau. Skemmtilegur náungi sem kann bæði að segja góðar sögur og fá aðra til að tala. Gæti líka kokkað upp áhugaverðan og fjölbreyttan mat í sóttkvínni.

  • Íþróttastjarna: Simone Biles. 23 ára en samt strax GOAT. Myndi sjá til þess að við myndum hreyfa okkur reglulega, jafnvel ná að kenna manni að fara í handahlaup eða heljarstökk. Í öllu falli gæti hún hjálpað mér að fínpússa kollhnísartæknina.

  • Tónlistamaður: Tom Waits. Áhugaverð samtöl auk þess sem hann getur búið til góða tónlist úr öllu, þarf ekkert endilega hljóðfæri til þess.

  • Grínisti: Tim Vine, festival af aulalegum einlínubröndurum. Myndi halda okkur kátum.

  • Sögufræg persóna: Hedy Lamarr. Hvílík ævi. Kvikmyndastjarna og uppfinningakona, henni að þakka að við höfum wifi. Hún gæti fundið upp á ýmsu sniðugu fyrir okkur að gera og ræða í sóttkvínni.

Klárlega áhugaverðustu félagarnir í hingað til.

Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Pepperónípizza. Sé ekki fram á að ég myndi nokkurn tímann fá leið á því.


Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Mestmegnis í huganum. En svo er ákveðin hreyfing í því að sinna litlu barni.


Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Á meðan við komumst ekki í Leiknisheimilið okkar þá er um að gera að nota internetið og samfélagsmiðla til að halda sambandi. Hvet ykkur öll til að nýta Facebooksíðu Leiknisljónanna fyrir góðar umræður og svo hvet ég auðvitað öll sem það geta til að kaupa ársmiða og sýna stuðning í verki fyrir félagið okkar. Áfram Leiknir!

46 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page