Allir búnir að hlýða Víði um Páskana og komin tímalína á hvenær við gætum mögulega fengið að þefa af grasinu og hitta Helga að fara yfirum yfir dómgæslunni í neðri deildum. En það er nokkuð í land ennþá og því um að gera að kíkja á okkar fólk í sóttkví
á ný. Ráðumst á garðinn þar sem hann er hvað lægstur með innliti til Hobbitans í framkvæmdastjórastólnum:
Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Tiger King! Hver einasti karakter í þessum þáttum er stjörnu bilaður. Svo eru þættir eins og: Formula 1 Drive to survive (Mikil Haas maður), Sunderland til I die, I am a Killer, Greatest Events of WW2 in color, Rick & Morty, Final space og svo mæli ég með heimildarmyndinni Wild wild country
Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: None, horfi lítið á bíómyndir.
Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: Ég var síðast að rifja upp afrek System of a Down
Hvað ertu að hlusta á (podcast)?: fotbolti.net og Í ljósi sögunnar. Dett stundum inn á Morðcastið og svo auðvitað missir maður ekki af þætti hjá Ljónavarpinu
Eitthvað annað sem þú gerir til að láta tímann líða?: Gera símaat í Clausen.
Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn: “Battle of Old Trafford” Man Utd vs Arsenal 2003 og síðan 2004. Ég veit að það er búið að nefna þennan leik áður en ég get bara ekki annað. Tilfinningalegur rússíbani sem endaði á að stoppa Arsenal af 49 leikja sigurgöngu. Auk þess náði Ruud Van Nistelroy að hefna fyrir sín á nokkrum vel þrotuðum Arsenal mönnum. Hrikalega satisfying upplifun.
Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:
Hollywood stjarna: Jennifer Lawrence, Hress, fyndin og fáránlega myndarleg.
Íþróttastjarna: Michael jordan. Besti íþróttamaður allra tíma
Tónlistamaður: Joe Exotic, stjörnu-bilaður einstaklingur sem myndi stytta manni stundir með ljúfum tónum.
Grínisti: Ricky Gervais, dettur enginn betri í hug. Veit bara að ég, Jennifer Lawrence og Ricky Gervais myndum skemmta okkur konunglega við að horfa á og hlusta á Joe Exotic performa nýjustu slagarana sína.
Sögufræg persóna: Winston Churchill. Hef verið að horfa á heimildaþætti um WW2. Einn áhrifamesti leiðtogi í sögunni, gaf ekkert eftir.
Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Unnar kjötvörur, af því að ég er feitur lítill Hobbiti.
Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Ég hef verið að labba hérna í kringum Árbæinn þar sem ég bý. Elliðárdalurinn og hestahverfið, voða gaman.
Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?
Stöndum saman, tökum þátt í leik og starfi, styðjum félagið, kaupum árskort og fjölmennum á leiki þegar sumarið fer af stað!
Comments