Það hafa fáir leikmenn heillað Leiknisljónin eins mikið og Nacho Heras gerði á sínu eina tímabili hjá félaginu. Nú er hann kominn á klakann rétt í tæka tíð fyrir algert samkomubann. Hann er á mála hjá Keflavík svo við fáum að hitta hann allavega tvisvar í sumar. En langt frá fjölskyldu og vinum í Madríd er okkar eini sanni Nacho með nokkur ráð til að láta tímann líða.
Hvað ertu að lesa?: Ég les ekki mikið.
Hvaða sjónvarpsþætti ertu að horfa á?: Better Call Saul Season 5
Á hvað ertu að horfa í bíómyndum?: Ég sá Parasite í gær.
Ef þú gætir horft á einn fótboltaleik í sögunni í fyrsta sinn í dag, hvaða leikur væri það?: Real Madrid gegn Atlético í úrslitum Meistaradeildarinnar 2014. Sergio Ramos mómentið á 93. mínútu. Leikurinn í heild / ágrip af leiknum.
Þú ert á leið í sóttkví í 30 daga með 5 manneskjum. Þú mátt velja eina manneskju úr eftifarandi hópum, lífs eða liðinn: :
Hollywood stjarnan: Jack Nicholson
Íþróttastjarnan: Michael Jordan
Tónlistamaðurinn: Bruno Mars
Grínistinn: Raúl Cimas (þið þekkið hann ekki) haha
Sögufræga persónan: Leonardo da Vinci
Ef þú gætir bara borðað eina tegund matar í 30 daga, hvaða matur væri það?: Karríkjúklingur
Hvernig nærðu að æfa nú þegar bannað er að æfa hjá félaginu og líkamsræktarstöðvar eru að loka?: Mér finnst gott að hlaupa en þetta er pirrandi... vonandi verður allt komið í eðlilegt horf innan fárra vikna.
Einhver kveðjuorð til Leiknisljóna?: Ég mun ávallt hafa Leikni í hjarta mínu. Minningarnar lifa!
Comments