top of page
Writer's pictureLjón

Í Sóttkví með Vigfúsi Jósefssyni

Eins og öll Leiknisljón vita verður einhver bið eftir því að við sjáum strákana sprikla á vellinum aftur og dagsskipunin næstu daga og vikur er að gera í raun ekki neitt. Til að létta okkur lundina á þessum erfiðu tímum fengum við nokkra þekkta Leiknismenn til að hjálpa okkur að stytta dagana með því að segja okkur hvernig þeir taka á málum sjálfir.



Á svaðið ríður enginn annar en meistari Vigfús Jósefsson. Miðjumaestro, einn leikjhæsti leikmaður í sögu félagsins og bjargvætturinn sumarið 2018 þegar hann tók við stjórnartaumunum út tímabilið. Hann leyfði okkur að kynnast því hvernig hann lifir af á þessum síðustu og verstu:


Hvað ertu að lesa?: Á náttborðinu er ég með þrjár bækur eins og er. Ein þeirra fjallar um verkefnastjórnun, önnur um burðarþolsfræði og sú þriðja um gufuhverfla. Þetta er allt vinnutengt efni en eitthvað sem ég hef gaman að.

Hvað ertu að horfa á (þættir)?: Brotnandi vondur (e. Breaking Bad) og Betra að hringja í Stjána (e. Better Call Saul)

Hvað ertu að horfa á (bíómyndir)?: Sá síðast fótboltamyndina The Big Green.

Hvað ertu að hlusta á (tónlist)?: A STATE OF TRANCE

Hvað ertu að hlusta á (podcast ef við á)?: Það er bara eitt podcast, Ljónavarpið.


Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það?: Sá þennan á sínum tíma en myndi vilja horfa á heilar 90 mínútur aftur, Real Madrid - Barcelona (2 - 5). Sá dagur þegar sóknarboltinn tók yfir nútímafótbolta og kenndi fólki að sætta sig ekki við einhvern rútubolta. Nú eru bestu lið stærstu deilda sóknarþenkjandi og reyna að verjast hátt á vellinum, það er af sem áður var. Allur leikurinn / Ágrip af leiknum.



Þú verður læstur í sóttkví næstu 30 daga með 5 manns sem þú mátt velja 1 úr hverjum flokki eftifarandi, lífs eða liðinn:

Hollywood stjarna: Einhver sem væri ekki athyglissjúkur og leyfði mér og Xavi og Johan að tala saman eins og fullorðið fólk

Íþróttastjarna: Xavi Hernandez

Tónlistamaður: Einhver sem gæti spilað ljúfa tóna fyrir okkur

Grínisti: Einhver sem myndi ekki missa móðinn og væri léttur á því í 30 daga

Sögufræg persóna: Johan Cruyff



Ef þú mættir bara borða eina tegund matar í 30 daga, hvað væri það og af hverju?: Heit peetza með extra osti.

Hvernig nærðu að hreyfa þig án æfinga/líkamsræktarstöðva?: Hlaupa, hlaupa og meira að hlaupa.

Einhver hvatningarorð/kveðjuorð fyrir önnur Leiknisljón um þessar mundir?: Njótið þess að vera í rólegheitum heima og búið ykkur undir skemmtilegt boltasumar. “Bjartsýnir og beittir, bestir eru Leiknismenn!”


122 views0 comments

Recent Posts

See All

Комментарии


bottom of page