Ljónavarpið #026: Austmennirnir láta til sín taka
- Ljón
- Jul 15, 2020
- 1 min read
Dagur og Máni Austmann kíktu við eftir æfingu í rigningunni og fóru yfir góða byrjun þeirra hjá félaginu, fótboltauppeldið og að sjálfsögðu svöruðu þeir nokkrum kjánalegum tvíburaspurningum úr sal.

Ljónin tóku svo langt og gott spjall um fyrstu 7 leiki tímabilsins og skiptust á skoðunum um það sem búið er að gerast hingað til á nokkuð stífri törn leikja frá því síðast var tekið upp.
Að venju getur þú sótt þáttinn á þeirri hlaðvarpsveitu sem þér hentar, á Spotify eða auðvitað bara nákvæmlega hér kæra Leiknisljón.
Njótið vel og sjáumst á Domusnovavellinum á laugardaginn þegar Magni Grenivík kemur að taka út refsingu sína.
Comments