Óskar Már Alfreðsson er öllum hnútum kunnugur í 111 og á langa sögu með félaginu. Hann er í dag skoðanagjarn bakhjarl um félagið okkar og því enginn betri til að taka púlsinn á nú þegar fyrri helmingur tímabilsins er að klárast.
Óskar settist niður með Hannes og Snorra á Domusnovavellinum hans í kveld og ræddu þeir saman um bikarleikinn við Val á morgun, góðu og slæmu punkta tímabilsins hingað til og hvernig framhaldið lítur út. Stutt og gott spjall við toppmann.
Þetta er komið á Spotify og allar helstu hlaðvarpsveitur ásamt því að þú getur hlýtt á hér á síðunni.
Comentários