Leon Einar Pétursson er nýr þjálfari 2. flokks Leiknis. Hann mætti í spjall með fyriliðann sinn Marko Zivkovic og þeir gáfu okkur skemmtilega innsýn í hvaða hlutverk 2. flokkur hefur og hvernig samstarfinu við meistaraflokk er háttað meðal annars.
Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem vita ekkert um hvernig Hlaðvörp virka, þá er um að gera að smella bara hér og hlusta á internetinu. Ef þú ert orðin(n) flugfær í notkun alls kyns appa til að hlusta á hlaðvörp, þá erum við þar líka. Um að gera að hlýða á því þetta eru klárlega fyrsta flokks menn sem vonandi verða sem lengst í röðum stórveldisins í 111.
Comments