Damir Muminovic spilaði aðeins eitt tímabil fyrir Leikni en hann er hugleikinn Leiknisfólki þótt það séu 8 ár síðan og hann sé gegnheill Bliki í dag. Hann kíkti í kaffi á Domusnova-völlinn að rifja upp gamla tíma í aðdraganda leiks Leiknis og Blika í Lengjubikarnum á föstudaginn.
Það er ekkert grín að vera byrjunarliðsmiðvörður í einu sterkasta liðið landsins 6 ár í röð sem skiptir um þjálfara eins oft og Leiknir en svo virðist vera sem Damir hafi fundið neistann til að keyra á knattspyrnuna af fullum krafti á þessu eina tímabili í Breiðholtinu og síðan þá hefur hann haldið sambandi við nokkra innan félagsins og mætir reglulega á völlinn. Þið kastið á hann kveðju þegar hann þið sjáið hann næst á vellinum en þið getið kynnst honum mikið betur með því að hlíða á fyrsta Ljónavarp ársins á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Eða auðvitað hér!
Góða skemmtun.
Comments