top of page
Writer's pictureLjón

Ljónavarpið #003: Ingólfur Sigurðsson í spjalli og tímabilið nálgast

Hinn 26 ára nýji leikmaður Leiknis, Ingó Sigurðsson, mætti í spjall við Halldór og Snorra í nýjasta Ljónavarpinu. Hann er óneitanlega einn mesti reynslubolti liðsins og er jafnspenntur og við hin fyrir tímabilinu sem hefst eftir rétt rúma viku.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA eða náðu í þáttinn á Spotify, Itunes eða hlaðvarpsveitum hvar sem er í heiminum.


Ingólfur hefur víða komið við í boltanum og kemur hokinn af reynslu inn í hóp Leiknis þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur kynnst ýmsu en stutt innlit á YouTube sýnir manni að hæfleikarnir leka af manninum og ef hann nær að blómstra á miðjunni í sumar er ljóst að það verður virkilega gaman að sjá liðið spila í sumar ásamt ásunum sem við höfum verið með í liðinu síðustu ár.


Eftir spjallið við Ingólf tóku Halldór og Snorri smá stuðningsmannaspjall enda stutt í tímabilið og ný stjórn tekin við ásamt nýjum formanni hjá félaginu ásamt ýmsu fleira. Leggið við hlustir og deilið eins og vindurinn!


Og eins og venjulega hvetjum við öll Leiknisljón til að láta vita ef það er eitthvað sérstakt sem þau vilja sjá betrumbætt í hlaðvarpinu, á heimasíðunni eða hvaðeina. Koma svo Leiknisljón!


108 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page